Dreymir um að fá Solskjær til að þjálfa íslenska landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 12:00 Baldur Sigurðsson vill Ole Gunnar Solskjær á diskinn sinn. getty/Charlie Crowhurst Ole Gunnar Solskjær er þjálfarinn sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þetta segir Baldur Sigurðsson, fótboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports. KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
KSÍ er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í síðustu viku. Hann stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Í fyrri leiknum tapaði Ísland fyrir Bosníu, 3-0, en sigraði svo Liechtenstein, 0-7. „Í raun er tímapunkturinn mjög skrítinn í ljósi þess að það eru tveir leikir búnir í þessari undankeppni. Sem þýðir að þau hafa væntanlega verið komin mjög nálægt þeirri línu að láta hann fara fyrir undankeppnina. Það er rosalega stór ákvörðun að gera þetta strax. Þetta er vissulega mjög sérstakur tímapunktur,“ sagði Baldur í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ýmsir hafa verið nefndir sem eftirmenn Arnars, innlendir sem erlendir þjálfarar. „Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja fá erlendan þjálfara. Maður upplifir að þau [KSÍ] ætli ekki að eyða jafn miklu í þjálfara og þegar Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson] og svo Erik [Hamrén] var ráðnir. Ég væri mjög spenntur fyrir erlendum þjálfara,“ sagði Baldur og nefndi einn Íslandsvin til sögunnar. „Til dæmis Bo Hendriksen sem hefur spilað á Íslandi áður og náð góðum árangri í Danmörku með lítið lið, Horsens, og hefur unnið sig upp.“ Bo Henriksen þjálfar Zürich í Sviss í dag. Hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV.getty/Andrew Kearns Baldur henti svo einu óvæntu norsku nafni í hattinn. „Draumaráðningin mín á þessum tímapunkti væri Ole Gunnar Solskjær. Hann er stjarna í fótboltaheiminum og það myndi strax vekja eftirvæntingu og spennu og fólk myndi koma til að sjá hann,“ sagði Mývetningurinn. Hvort hægt er að kalla Solskjær Íslandsvin er umdeilanlegt en hann kom allavega hingað til lands á Rey Cup 2015 þar sem hann þjálfaði lið sonar síns, Kristiansund. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Guðjón Guðmundsson tók við Solskjær fyrir átta árum. Solskjær hefur verið án starfs síðan honum var sagt upp störfum hjá Manchester United í nóvember 2021. Auk United hefur hann þjálfað Molde í heimalandinu og Cardiff City.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann