Miðar á lokaleik Arsenal seljast á rúmar níu milljónir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2023 22:16 Stuðningsmenn Arsenal eru farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins í 19 ár. Julian Finney/Getty Images Nú þegar styttist í að titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni fari að ná hámarki fara stuðningsmenn hinna ýmissu liða að reyna að verða sér út um miða á mikilvæga leiki. Stuðningsmenn toppliðs Arsenal hafa borgað rúmar níu milljónir króna fyrir miða á seinasta leik liðsins á tímabilinu. Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar. Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Sjá meira
Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar.
Enski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Sjá meira