Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í dag og lék allann leikinn, en Ísak Bergmann Jóhannesson var ónotaður varamaður.
Mohammed Diomande kom gestunum í Nordsjælland í forystu stuttu fyrir hálfleikshléið og því var staðan 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Mohamed Daramy jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn eftir rúmlega klukkutíma leik áður en Diogo Goncalves tryggði liðinu mikilvægan 2-1 sigur. FCK trónir nú á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar fjórir leikir eru eftir, tveimur stigum meira en Nordsjælland sem situr í öðru sæti.