Segist enn vera sár yfir brottrekstrinum frá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 07:00 Thomas Tuchel er enn sár yfir því að hafa verið rekinn frá Chelsea. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Thomas Tuchel, nýráðinn knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, segist enn vera sár yfir því að hafa verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea fyrr á tímabilinu. Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira