Enski boltinn

Fundu ekki Haaland á æfingu Man City fyrir Liverpool leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Pep Guardiola gæti verið án Erling Haaland í stórleiknum á móti Liverpool.
 Pep Guardiola gæti verið án Erling Haaland í stórleiknum á móti Liverpool. Getty/Alex Livesey

Norski framherjinn Erling Haaland er tæpur fyrir stórleikinn á móti Liverpool í hádeginu á morgun.

Enskir fjölmiðlar fengu að mæta á upphaf æfingu liðsins í gær og vöktu þá athygli á því að Haaland var þar hvergi sjáanlegur.

Haaland meiddist á nára í leik á móti Bournemouth fyrir landsleikjahléið og gat ekki tekið þátt í landsleikjum Norðmanna sem voru gríðarleg vonbrigði fyrir norska landsliðið.

Haaland er sagður hafa farið til Barcelona í meðferð en lítið hefur verið staðfest um stöðu mála hjá honum.

Fjarvera hans á æfingunni í gær ýtir undir þær áhyggjur stuðningsmanna Manchester City að langmarkahæsti leikmaður liðsins og ensku úrvalsdeildarinnar missi af þessum mikilvæga leik á móti Liverpool.

Haaland hefur skorað 42 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af 28 mörk í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur spilað þrisvar á móti Liverpool á leiktíðinni, skoraði ekki í fyrstu tveimur en var meðal markaskorara í 3-2 sigri á Liverpool í enska deildabikarnum í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×