Richarlison neitar því að hafa leitt uppreisn gegn Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 13:00 Antonio Conte með Richarlison. Getty/Clive Rose Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison var mjög ósáttur með þær vangaveltur að hann hafi eitthvað haft með það að gera að Antonio Conte hætti sem knattspyrnustjóri Tottenham. Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira