„Varnarleikurinn er orðinn okkar haldreipi“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. Vísir / Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara í Subway-deild karla sagði að ákafur varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að gríðarstórum sigri þeirra á Grindavík í kvöld. Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira