„Varnarleikurinn er orðinn okkar haldreipi“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. Vísir / Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara í Subway-deild karla sagði að ákafur varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að gríðarstórum sigri þeirra á Grindavík í kvöld. Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira