„Varnarleikurinn er orðinn okkar haldreipi“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. Vísir / Hulda Margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara í Subway-deild karla sagði að ákafur varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að gríðarstórum sigri þeirra á Grindavík í kvöld. Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Það gerist ekki oft að leikir vinnast með 52 stiga mun í efstu deild karla. Þórsarar settu upp skotsýningu þar sem þeir skutu tæplega 60 prósent fyrir utan en Lárus vildi þó leggja meiri áherslu á varnarleikinn. Það er kannski ekki algalið mat, enda skoruðu Grindvíkingar aðeins 59 stig. „Það var eiginlega ótrúlega góð vörn sem að skóp þetta. Settum mikið af auðveldum körfum í kjölfarið. Það er náttúrulega vendipunktur í leiknum þegar Pitts fær sína aðra villu, þá missa þeir sinn aðal boltabakvörð. Mér fannst við vera farnir að finna smá blóðbragð þá. Náðum að stela boltum, fá auðveldar körfur og leikurinn var eiginlega bara okkar eftir það.“ Eftir temmilega jafnan fyrsta leikhluta þá fóru Grindvíkingar algjörlega í baklás í öðrum leikhluta og gekk hvorki lönd né strönd hjá þeim að skora. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu hreinlega afgreitt leikinn strax í fyrri hálfleik. „Við spiluðum góða vörn í öðrum, ég held að þeir hafi skorað hvað, 12 stig? Við vorum alveg með þá í lás í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo sem ekki búinn í hálfleik en þar sem þeir náðu ekki áhlaupi í þriðja, þá var hann búinn.“ Vincent Shahid fór mikinn í kvöld en hann setti sex þrista í aðeins átta tilraunum, og fæstir þeirra snertu hringinn á leiðinni niður, ekkert nema nema. Grindvíkingum gekk ekkert að hemja Vincent, sem var líka duglegur að finna samherja sína, þá sjaldan sem Grindavík náði að taka frá honum skotið. „Hann var að skora körfur í öllum regnbogans litum og þegar þeir voru að setja körfur kom hann strax með svar til baka.“ Það hlýtur að vera ágætis veganesti inn í úrslitakeppnina að gjörsigra Grindavík með 52 stigum? „Strákarnir mega alveg vera smá stoltir af því að vera í fallsæti um jólin og enda í 6. sæti í svona sterkri deild. Ég er ánægðastur með hvernig varnarleikurinn er orðinn. Hann er orðinn okkar haldreipi. Við höfum oft verið þekktir fyrir góðan sóknarleik en nú er það eiginlega vörnin sem við getum reitt okkur á. Þú gert alltaf spilað góða vörn svo að það veit á gott.“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um að Þórsarar hefðu svolítið fellt Grindvíkinga á eigin bragði, með ákefð og hraustlegum varnarleik, sem hans menn voru bara ekki klárir í. Lárus gat að einhverju leyti tekið undir þau orð. „Já kannski. Kannski náðum við að vera með aðeins meiri ákefð. Sumir segja að þetta snúist allt um einhverja taktík en ég er á því að bróðurparturinn af því sé þessi leikur sem er á milli sóknar og varnar sem skiptir í raun öllu máli og sést ekki á stattinu.“ Nú mæta Þórsarar Haukum í 8-liða úrslitum, hvernig leggst sú viðureign í Lárus? „Bara ágætlega. Við erum ekki ennþá búnir að átta okkur á þeim en núna förum við að leggjast yfir það. Þeir eru búnir að vera að spila frábærlega í allan vetur.“ - sagði Lárus að lokum, hógvær og hófstillur að vanda.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira