Hver á að taka við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 30. mars 2023 17:00 KSÍ hefur nú hafið leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar. Vísir Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira