Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2023 06:53 Rektor segir HÍ ekki geta verið án fjármuna HHÍ, sem hafa verið notaðir til að fjármagna byggingar háskólans. Vísir/Ívar Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor. Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor.
Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira