Vill færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 15:01 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs unnu Super Bowl í febrúar en sá leikur var spilaður á sunnudegi eins og allir hinir. AP/Abbie Parr Eitt af andlitum umfjöllunarinnar um NFL-deildina í Bandaríkjunum segir að það sé kominn tími að spila stærsta leik ársins á degi þar sem frí er daginn eftir. Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir. NFL Ofurskálin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira
Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir.
NFL Ofurskálin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Sjá meira