Samskiptastjóri Carbfix var efasemdamaður í loftslagsmálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:34 Ólafur Teitur Guðnason er samskiptastjóri Carbfix. Carbfix „Það er alveg kristaltært í mínum huga að loftslagsváin er ein alvarlegasta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Við höfum stefnt lífsskilyrðum til framtíðar í stórhættu og á okkur öllum hvílir þung ábyrgð um að bregðast hratt og afgerandi við.“ Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira