Nýmörk er verkefni Pokasjóðs, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Pokasjóður hefur lagt verkefninu til allt að 150 milljónum króna en Landgræðslan og Skógræktin munu annast utanumhald og faglega vinnu við verkefnið.

„Verkefnið er fyrst og fremst ætlað einstaklingum og félagasamtökum sem hafa í hyggju að rækta skóg og hafa til umráða að lágmarki þriggja hektara landsvæði. Nýmörk mun styrkja plöntukaup þeirra sem hljóta styrki en viðkomandi munu sjálfir sjá um að setja plönturnar niður í sínu landi,“ segir í tilkynningu frá Nýmörk.
Ef gróðursettar verða ein milljón plöntur mun það duga til að dekka fjögur til fimm hundruð hektara lands. Opið er fyrir umsóknir um styrki til plöntukaupa á vefsíðu verkefnisins.