„Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Aron Einar Gunnarsson fagnaði þrennunni með liðsfélögum sínum Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira