Nýtt tilboð komið frá Katar Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 10:27 Marcus Rashford og Bruno Fernandes fagna hér marki fyrir Manchester United sem gæti fengið nýja eigendur von bráðar. Vísir/Getty Sjeik Jassim Al Thani hefur lagt fram nýtt tilboð í Manchester United en fjórir aðilar berjast nú um að kaupa enska stórliðið af Glazer fjölskyldunni. Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Frestur til að leggja fram tilboð í United rann út á miðvikudagskvöldið en uppi varð fótur og fit þegar í ljós kom að hvorki Sjeik Jassim né Jim Ratcliffe höfðu lagt fram tilboð áður en fresturinn var úti. Fyrirtækið Raine Group sér um söluna á United en samkvæmt BBC fóru bæði Sjeik Jassim og Ratcliffe fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti. BBC telur að atburðarásin hafi skotið stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með Glazer fjölskylduna sem eigendur. Auk Sjeik Jassims og Jim Ratcliffe hafa finnski athafnamaðurinn Thomas Zillacus og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Elliott Management lagt fram tilboð í enska stórliðið en tilboð þeirra síðarnefndu snýst um að kaupa lítinn hluta í félaginu. Elliott Management hefur einnig boðið öðrum tilboðshöfum aðstoð með fjármögnun vegna hugsanlegra kaupa. Hinn finnski Thomas Zillacus vill kaupa helmginshlut í United á móti stuðningsmönnum. Þá hefur hann einnig biðlað til Sjeik Jassims og Ratcliffe að taka höndum saman og tryggja nægilegt fjármagn til leikmannakaupa og enduruppbyggingar Old Trafford. Nú greinir greina breskir miðlar frá því að Sjeik Jassim hafi lagt fram nýtt og betrumbætt tilboð líkt og Ratcliffe gerði á fimmtudagskvöld. Simon Stone, blaðamaður á BBC, segir að Sjeik Jassim og hans fólk sé sannfært um að tilboð þeirra sé það besta fyrir United og samfélagið í heild Second bid from Sheikh Jassim has gone in. Camp remain confident and believe this bid is best one for @ManUtd and local community.— Simon Stone (@sistoney67) March 25, 2023 Talið er að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt.
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira