„Við þurfum að ná í þrjú stig þar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2023 07:01 Hákon Arnar með boltann í leiknum í gær. Vísir/Getty „Við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Bosníu í gærkvöld. Hákon Arnar sagðist ekki geta svarað hver ástæðan væri fyrir slæmri byrjun íslenska liðsins. „Ég veit ekki hvað það er, ég er ekki með svarið við þessari spurningu. Mér líður eins og þeir fái þrjú færi í leiknum og skora þrjú mörk. Þeir voru góðir í vítateignum sem við vorum ekki, það fannst mér vera helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við gefumst aldrei upp en þetta varð erfiðara þegar við erum 2-0 undir í hálfleik og þurfum að fara að sækja. Það er erfiðara.“ Íslenska liðið virtist allan tímann vera skrefi á eftir Bosníumönnum og virtist sem slæm byrjun hefði slegið liðið út af laginu. „Við mætum ekki til leiks og þá breytir engu máli hvernig uppleggið er. Ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu þá er vonlaust að vinna leiki. Það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Hákon Arnar og bætti við að honum fyndist úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Nei, mér finnst það ekki. Þeir voru mjög góðir í teignum en við fáum engin dauðafæri. Það var heppni með þeim og þeir áttu þetta skilið, en ekki 3-0.“ Hákon Arnar rann á vellinum í upphafi síðari hálfleiks þegar Ísland var í ágætri stöðu. „Það voru litlir hlutir sem voru ekki að falla með okkur, eins og þegar ég dett þarna og svo í fyrri hálfleik rennur boltinn af mér og ég er kominn með gult spjald. Þetta var ekki okkar dagur.“ Ísland mætir Licthenstein á sunnudag þar sem liðið verður að sækja sigur. „Við þurfum að skoða hvað við getum bætt og hvað við gerðum vel. Svo er bara fulla ferð áfram gegn Licthenstein, við þurfum að ná í þrjú stig þar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
Hákon Arnar sagðist ekki geta svarað hver ástæðan væri fyrir slæmri byrjun íslenska liðsins. „Ég veit ekki hvað það er, ég er ekki með svarið við þessari spurningu. Mér líður eins og þeir fái þrjú færi í leiknum og skora þrjú mörk. Þeir voru góðir í vítateignum sem við vorum ekki, það fannst mér vera helsti munurinn á liðunum í dag.“ „Við gefumst aldrei upp en þetta varð erfiðara þegar við erum 2-0 undir í hálfleik og þurfum að fara að sækja. Það er erfiðara.“ Íslenska liðið virtist allan tímann vera skrefi á eftir Bosníumönnum og virtist sem slæm byrjun hefði slegið liðið út af laginu. „Við mætum ekki til leiks og þá breytir engu máli hvernig uppleggið er. Ef þú ert ekki með grunnatriðin á hreinu þá er vonlaust að vinna leiki. Það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Hákon Arnar og bætti við að honum fyndist úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Nei, mér finnst það ekki. Þeir voru mjög góðir í teignum en við fáum engin dauðafæri. Það var heppni með þeim og þeir áttu þetta skilið, en ekki 3-0.“ Hákon Arnar rann á vellinum í upphafi síðari hálfleiks þegar Ísland var í ágætri stöðu. „Það voru litlir hlutir sem voru ekki að falla með okkur, eins og þegar ég dett þarna og svo í fyrri hálfleik rennur boltinn af mér og ég er kominn með gult spjald. Þetta var ekki okkar dagur.“ Ísland mætir Licthenstein á sunnudag þar sem liðið verður að sækja sigur. „Við þurfum að skoða hvað við getum bætt og hvað við gerðum vel. Svo er bara fulla ferð áfram gegn Licthenstein, við þurfum að ná í þrjú stig þar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira