Viðar: Ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ Árni Jóhannsson skrifar 23. mars 2023 20:22 Viðar Örn gat leyft sér að fagna glæstum sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Höttur frá Egilsstöðum verða með í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en sigur Hattar á Breiðablik fyrr í kvöld, 85-98, í 21. umferð deildarinnar staðfesti það. Höttur lék óaðfinnanlega nánast í seinni hálfleik til að sigla sigrinum heim og var þjálfarin liðsins ánægður með sigurinn og sögulegan áfanga fyrir liðið hans. „Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“ Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
„Tilfinnigin er góð. Markmiði sem búið er að vinna að í langan tíma því er náð og ég er bara hrikalega stoltur af seinni hálfleiknum hérna“, sagði sigurreifur þjálfari Hattar Viðar Örn Hafsteinsson þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að hafa náð, loksins, að halda Hetti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Hann var spurður að því næst hvernig hann náði að snúa við gengi sinna manna en Höttur var undir, 46-36, í hálfleik. „Við bara fórum að vinna eftir planinu varnarlega sem settum upp fyrir leikinn. Við vorum að gefa þeim of mörg sniðskot í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var hriplekur og það var það sem við löguðum. Svo vannst upp stemmning með góðum varnarleik og við náðum góðum sprett í fjórða leikhluta sem reif okkur frá Blikum. Þó við værum að gera gloríur í lokin þá er náttúrlega bara erfitt að gera eitthvað í fyrsta skipti og það er komið. Ég er hrikalega ánægður með þetta.“ Spretturinn sem Viðar nefnir átti sér stað á tveggja mínútna kafla um miðjan fjórða leikhluta. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var staðan 69-69 en þá fór Höttur á mikinn sprett. Skoruðu úr sex þriggja stiga skotum í röð og bættu við tvist að auki og áður en við var litið þá staðan orðin 74-89 fyrir Hetti og fimm mínútur eftir. Viðar var spurður að því hvort það væri hægt að útskýra svona sprengjur. „Þetta var bara varnarleikurinn. Við fórum að vinna saman. Töldum okkur vera búna að kortleggja þá vel og gerðum það líka í fyrri umferðinni. Fengum fleiri stig á okkur í kvöld en í kvöld small þetta.“ Falldraugurinn hefur verið kveðinn niður á Egilsstöðum og var Viðar spurður að því hvort hann væri draugabaninn. „Nei“, sagði Viðar og byrjaði að hlægja áður en hann hélt áfram. „Einar Árni! Þetta er í fyrsta skipti sem Höttur heldur sér í úrvalsdeild og ætli ég verði ekki bara kallaður falldraugurinn en hann „Miracle man“ sko.“ Næst er það að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina. „Við þurfum að vonast eftir öðrum úrslitum til þess. Það er ekki í okkar höndum en við eigum einn leik eftir sem við ætlum að vinna á okkar heimavelli. Við þurfum að sjá hvernig fer á morgun en það er draumur einhvers hérna hjá okkur að fá Njarðvík í úrslitakeppni. Vonandi gerist það en ef ekki núna þá bara einhvern tímann. Einhvern tímann er eitthvað fyrst.“
Höttur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Höttur 85-98 | Höttur heldur sæti sínu í deildinni Höttur frá Egilsstöðum mun leika í Subwaydeild karla í körfubolta á næsta tímabili. Það staðfestist í kvöld með sigri þeirra á Breiðlik í Smáranum í kvöld. Það var stigasprenging í fjórða leikhluta sem sigldi sigrinum heim fyrir Hött en leikar enduðu 85-98. 23. mars 2023 20:00