Aftur getur lið fallið í miðjum leik í Skógarselinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2023 14:30 Sigvaldi Eggertsson og félagar verða bæði að vinna leikinn sinn sem og að treysta á hagstæð úrslit í Smáranum. Vísir/Bára ÍR-ingar geta fallið úr Subway deild karla í körfubolta í kvöld og það þótt að þeir vinni leikinn sinn á móti Keflavík. Fjórir leikir fara fram í Subway deildinni í kvöld og eins og vanalega verða tveir þeirra sýndir beint á Stöð 2 Sport. Fallbaráttan gæti endað í kvöld og það eru tvær leiðir fyrir ÍR-inga að enda veru sína í deildinni. Þeir verða að vinna sinn leik en þeir gætu líka fallið í miðjum leik sínum sem fer fram í Skógarselinu í Mjóddinni. Fyrir tveimur vikum þá voru KR-ingar í sömu stöðu og á sama stað. Þeir mættu þá ÍR í nýja íþróttahúsi ÍR og urðu ekki bara að vinna heldur einnig treysta á önnur úrslit. KR vann reyndar ÍR og setti ÍR-inga í enn verri mál en KR-liðið féll í miðjum leik þar sem klukkutíma fyrr hófst leikur Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabænum. Fallbaráttan lítur þannig út: (4 stig eftir í pottinum) 10. Höttur 14 stig 11. ÍR 10 stig 12. KR 8 stig - fallið* ÍR getur enn náð Hetti þar sem liðin mætast í lokaumferðinni. ÍR þryfti þá ekki bara að vinna heldur einnig vinna upp tíu stiga tap úr fyrri leiknum. Stjarnan vann þann leik og felldi þar með KR-inga í miðjum leik Vesturbæjarliðsins. Höttur getur leikið eftir það sem Stjörnumenn gerðu fyrir fjórtán dögum síðan og um leið tryggt sér áframhaldandi sæti í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur hefur aldrei náð að halda sæti sínu því liðið hefur alltaf farið strax niður aftur. Hattarmenn geta endað þá hefð með því að vinna Blikana á heimavelli sínum í Smáranum í kvöld. Vinni Höttur leikinn á móti Blikum, sem hefst klukkutíma fyrr en leikur ÍR-liðsins, þá falla ÍR-ingar í miðjum leik alveg eins og KR-liðið fyrir tveimur vikum síðan. Stöð 2 Sport sýndi beint leik Breiðabliks og Hattar klukkan 18.15 og svo leik Grindavíkur og Hauka klukkan 20.15. Tilþrifin verða svo á dagskránni eftir leikinn. Subway-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Miðasalan á EM hefst í dag Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Sjá meira
Fjórir leikir fara fram í Subway deildinni í kvöld og eins og vanalega verða tveir þeirra sýndir beint á Stöð 2 Sport. Fallbaráttan gæti endað í kvöld og það eru tvær leiðir fyrir ÍR-inga að enda veru sína í deildinni. Þeir verða að vinna sinn leik en þeir gætu líka fallið í miðjum leik sínum sem fer fram í Skógarselinu í Mjóddinni. Fyrir tveimur vikum þá voru KR-ingar í sömu stöðu og á sama stað. Þeir mættu þá ÍR í nýja íþróttahúsi ÍR og urðu ekki bara að vinna heldur einnig treysta á önnur úrslit. KR vann reyndar ÍR og setti ÍR-inga í enn verri mál en KR-liðið féll í miðjum leik þar sem klukkutíma fyrr hófst leikur Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabænum. Fallbaráttan lítur þannig út: (4 stig eftir í pottinum) 10. Höttur 14 stig 11. ÍR 10 stig 12. KR 8 stig - fallið* ÍR getur enn náð Hetti þar sem liðin mætast í lokaumferðinni. ÍR þryfti þá ekki bara að vinna heldur einnig vinna upp tíu stiga tap úr fyrri leiknum. Stjarnan vann þann leik og felldi þar með KR-inga í miðjum leik Vesturbæjarliðsins. Höttur getur leikið eftir það sem Stjörnumenn gerðu fyrir fjórtán dögum síðan og um leið tryggt sér áframhaldandi sæti í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur hefur aldrei náð að halda sæti sínu því liðið hefur alltaf farið strax niður aftur. Hattarmenn geta endað þá hefð með því að vinna Blikana á heimavelli sínum í Smáranum í kvöld. Vinni Höttur leikinn á móti Blikum, sem hefst klukkutíma fyrr en leikur ÍR-liðsins, þá falla ÍR-ingar í miðjum leik alveg eins og KR-liðið fyrir tveimur vikum síðan. Stöð 2 Sport sýndi beint leik Breiðabliks og Hattar klukkan 18.15 og svo leik Grindavíkur og Hauka klukkan 20.15. Tilþrifin verða svo á dagskránni eftir leikinn.
Fallbaráttan lítur þannig út: (4 stig eftir í pottinum) 10. Höttur 14 stig 11. ÍR 10 stig 12. KR 8 stig - fallið* ÍR getur enn náð Hetti þar sem liðin mætast í lokaumferðinni. ÍR þryfti þá ekki bara að vinna heldur einnig vinna upp tíu stiga tap úr fyrri leiknum.
Subway-deild karla ÍR Höttur Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Miðasalan á EM hefst í dag Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Púað á Butler í endurkomunni til Miami Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur