Með lengri frest til að bjóða í Man. Utd eftir ringulreið Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 07:32 Manchester United hefur verið í eigu bandarísku Glazer-fjölskyldunnar frá árinu 2005. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld. Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út. Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út.
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira