Arsenal þurft að greiða mest í sektir vegna slæmrar framkomu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 07:01 Jurgen Klopp og Mikel Arteta eru oftar en ekki líflegir á hliðarlínunni í leikjum sinna liða. Vísir/Getty Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa samtals þurft að greiða yfir 150 milljónir í sektir vegna framkomu leikmanna sinna og þjálfara á tímabilinu. Arsenal toppar listann. Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Það er ekki eftirsóknasta starf í heimi að vera dómari í íþróttum. Þeir sem fylgjast með íþróttum vita hversu mikið er talað um ákvarðanir dómara og gagnrýni á þá er oft óvægin. Líklega er pressan á dómarana hvergi meiri en í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu enda áhorfið mikið. Í gær birti enska blaðið The Sun lista yfir hversu mikið liðin í ensku úrvalsdeildinni hafa greitt í sektir á leiktíðinni vegna orðbragðs og slæmrar hegðunar leikmanna gagnvart dómurum. Anthony Taylor er á meðal virtustu dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.Vísir/Getty Arsenal er það lið sem hefur þurft að greiða mest allra í sekt en liðið hefur samtals þurft að greiða 185.000 pund til enska knattspyrnusambandsins sem gerir rúmlega 30 milljónir íslenskra króna. Sektir Arsenal eru fjórar samtals en þær hefur félagið fengið fyrir að ná ekki að hafa stjórn á leik- og starfsmönnum sínum í leikjum. „Dómarar og starfsmenn leiksins eru með mikilvægt hlutverk í þjóðaríþróttinni okkar. Öll óviðeigandi hegðun gagnvart þeim er ólíðandi. Leikmenn, þjálfarar, aðrir starfsmenn og forsvarsmenn liða bera þá ábyrgð að sýna þeim virðingu og gripið verður til aðgerða gagnvart öllum þeim í enskri knattspyrnu sem gerast sekir um að brjóta gegn reglum,“ segir í svari knattspyrnusambandsins við fyrirspurn The Sun. Aleksandar Mitrovic á von á hárri sekt og leikbanni eftir framkomu sína í bikarleiknum gegn Manchester United um helgina.Vísir/Getty Arsenal og Manchester City eru þau lið sem fengið hafa stærstu einstöku sektirnar en félögin voru sektuð um 75.000 pund fyrir hegðun leikmanna í leik liðanna á Emirates-leikvanginum í febrúar. Auk Arsenal hafa Manchester United og Everton fengið meira en 100.000 pund í sektir en fimm lið hafa enga sekt fengið á tímabilinu. Newcastle, Brentford, Leicester, Bournemouth og Southampton hafa engar sektir fengið frá knattspyrnusambandinu en auk liðanna fimmtán í úrvalsdeildinni hafa fjörtíu lið í neðri deildunum fengið sektir. Sektarkerfi enska knattspyrnusambandsins er þannig byggt upp að ríku liðin í efstu deildinni fá hærri sektir en liðin neðar í deildarkeppninni. Sektir liða í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
1. Arsenal - 185.000 pund2. Manchester United - 137.000 pund3. Everton - 115.000 pund4. Manchester City - 75.000 pund5. Nottingham Forest - 73.000 pund6. Leeds 70.000 pund7. Liverpool - 55.000 pund8. Crystal Palace - 55.000 pund9. Wolves - 45.000 pund10. Fulham - 27.500 pund11. Aston Villa - 20.000 pund12. Chelsea - 20.000 pund13. Tottenham - 20.000 pund14. West Ham - 20.000 pund15. Brighton - 15.000 pund
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira