Lét fjarlægja fylliefnin og varar ungt fólk við Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. mars 2023 13:15 Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni út vörum, kinnbeinum og kjálka. Getty/Skjáskot Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar. Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty
Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið