Drottningin af Boganum bankar á landsliðsdyrnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 15:01 Sandra María Jessen hefur verið á skotskónum í Lengjubikarnum og þá sérstaklega í Boganum. Hér er hún sem leikmaður Bayer 04 Leverkusen. Getty/Ralf Treese Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar. Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Sandra María var langmarkahæsti leikmaður Lengjubikars kvenna með ellefu mörk í aðeins fimm leikjum. Hún skoraði fjórum mörkum meira en sú næsta sem var Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Val með sjö mörk. Sandra hefur svo sannarlega verið drottningin af Boganum í þessum Lengjubikar því hún skoraði þrennu í öllum heimaleikjum Þór/KA sem voru allir spilaðir í Boganum. Drottningin af Boganum skoraði þrennu í 6-1 sigri á FH 12. febrúar, þá þrennu í 4-3 sigri á Íslandsmeisturum Vals 4. mars og loks þrennu í 7-2 sigri á Selfossi 19. mars. Sandra skoraði líka í hinum tveimur leikjunum því hún skoraði fyrsta markið í 3-1 útisigri á KR 25. febrúar og kom Þór/KA í 1-0 í 3-1 tapu á móti Þrótti í Egilshöllinni 10. mars síðastliðinn. Sandra kom til baka í fyrrasumar eftir barneignarfrí en hafði þar áður verið í atvinnumennsku í Þýskalandi. Þegar Sandra María spilaði úti þá var hún í íslenska landsliðinu en hefur ekki verið valin í landsliðið síðan að hún átti barnið. Sandra hefur hins vegar sýnt með frammistöðu sinni í Lengjubikarnum að hún er komin aftur í góða gamla markaformið sitt og hlýtur að vera farin að banka á landsliðsdyrnar. Undanúrslit Lengjubikars kvenna fara fram á morgun og á laugardaginn en báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Breiðabliks og Þór/KA fer fram á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli (Sýndur á Stöð 2 Sport 5) og leikur Þróttar og Stjörnunnar fer fram á Þróttheimagrasinu klukkan 14.00 á laugardaginn (Sýndur á Stöð 2 Sport). Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Flest mörk í riðlakeppni Lengjubikars kvenna 2023: 11 - Sandra María Jessen, Þór/KA 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir, Val 6 - Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 - Birta Georgsdóttir, Breiðabliki 6 - Taylor Marie Ziemer, Breiðabliki 5 - Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti 5 - Katla Tryggvadóttir, Þrótti 4 - Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira