Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 10:01 Jón Dagur Þorsteinsson. Vísir/Valur Páll Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið. Bosnía er með hörkulið en við teljum okkur líka vera með hörkulið þannig að þetta ætti að vera hörkuleikur. Vonandi fáum við bara jákvæða frammistöðu og jákvæð úrslit, segir Jón Dagur um komandi leik við Bosníu. „[Við nálgumst þetta] bara eins og hvern annan leik. Þetta er bara fyrsti leikurinn í undankeppninni. Við erum bara jákvæðir og undirbúum okkur bara fyrir þennan leik eins og hvern annan,“ segir Jón Dagur enn fremur. Jón Dagur hefur spilað vel fyrir lið Leuven í Belgíu eftir skipti sín til liðsins frá Danmörku síðasta sumar. Hann er kominn með sjö mörk í deildinni og hefur heillað marga í vetur. „Ég fýla deildina vel og bæinn. Þetta er búinn að vera stígandi í þessu líka hjá mér. Ég væri til í að liðinu væri búið að ganga aðeins betur en þetta er búið að vera mjög fínt,“ „Ég fékk kannski aðeins meira hlutverk eftir jól og þetta er bara virkilega gaman,“ segi Jón Dagur. Klippa: Keppnisskapið breytist ekki með föðurhlutverkinu Gott að fá mikinn tíma með fjölskyldunni Jón Dagur er ekki aðeins með sjö mörk heldur einnig sjö gul spjöld í deildinni þar sem hann á til að láta skapið hlaupa með sig í gönur. Hann varð nýlega faðir í fyrsta sinn en segir það litlu breyta þegar kemur að keppnisskapinu innan vallar. Aðspurður um hvernig gangi að sinna föðurhlutverkinu segir Jón Dagur: „Bara vel. Þetta er virkilega skemmtilegt. Þú færð kannski meiri tíma en aðrir þegar þú ert fótboltamaður þannig að það er bara búið að vera virkilega gaman,“ segir Jón Dagur sem segir nýtt hlutverk þó lítið breyta keppnisskapinu. „Nei, því miður ekki. Það vonandi gerist einhvern tímann.“ segir Jón að endingu og brosir við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jón Dag sem má sjá í heild sinni að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira
Bosnía er með hörkulið en við teljum okkur líka vera með hörkulið þannig að þetta ætti að vera hörkuleikur. Vonandi fáum við bara jákvæða frammistöðu og jákvæð úrslit, segir Jón Dagur um komandi leik við Bosníu. „[Við nálgumst þetta] bara eins og hvern annan leik. Þetta er bara fyrsti leikurinn í undankeppninni. Við erum bara jákvæðir og undirbúum okkur bara fyrir þennan leik eins og hvern annan,“ segir Jón Dagur enn fremur. Jón Dagur hefur spilað vel fyrir lið Leuven í Belgíu eftir skipti sín til liðsins frá Danmörku síðasta sumar. Hann er kominn með sjö mörk í deildinni og hefur heillað marga í vetur. „Ég fýla deildina vel og bæinn. Þetta er búinn að vera stígandi í þessu líka hjá mér. Ég væri til í að liðinu væri búið að ganga aðeins betur en þetta er búið að vera mjög fínt,“ „Ég fékk kannski aðeins meira hlutverk eftir jól og þetta er bara virkilega gaman,“ segi Jón Dagur. Klippa: Keppnisskapið breytist ekki með föðurhlutverkinu Gott að fá mikinn tíma með fjölskyldunni Jón Dagur er ekki aðeins með sjö mörk heldur einnig sjö gul spjöld í deildinni þar sem hann á til að láta skapið hlaupa með sig í gönur. Hann varð nýlega faðir í fyrsta sinn en segir það litlu breyta þegar kemur að keppnisskapinu innan vallar. Aðspurður um hvernig gangi að sinna föðurhlutverkinu segir Jón Dagur: „Bara vel. Þetta er virkilega skemmtilegt. Þú færð kannski meiri tíma en aðrir þegar þú ert fótboltamaður þannig að það er bara búið að vera virkilega gaman,“ segir Jón Dagur sem segir nýtt hlutverk þó lítið breyta keppnisskapinu. „Nei, því miður ekki. Það vonandi gerist einhvern tímann.“ segir Jón að endingu og brosir við. Fleira kemur fram í viðtalinu við Jón Dag sem má sjá í heild sinni að ofan. Ísland mætir Bosníu annað kvöld og Liectenstein á sunnudag. Vísir mun fylgja liðinu vel eftir í kringum leikina tvo.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira