Kolefnisbinding og nýtt ákall um að hraða loftslagsaðgerðum Edda Aradóttir skrifar 21. mars 2023 14:30 Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun