Franska til framtíðar Rósa Elín Davíðsdóttir skrifar 21. mars 2023 11:01 20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
20. mars er alþjóðlegur dagur franskrar tungu og haldið er upp á daginn um allan heim. Fleiri en 300 milljónir tala frönsku í fimm heimsálfum og franska er það tungumál sem næstflestir læra í skólum í heiminum. Franskir háskólar eru ofarlega á lista yfir bestu háskóla heims og standa sérlega vel í ýmsum greinum, til dæmis stærðfræði, stjórnmálafræði, hagfræði, viðskiptafræði og alþjóðasamskiptum. Margar alþjóðastofnanir og alþjóðasamtök nota frönsku, oft sem annað opinbert tungumál á eftir ensku, til dæmis UNESCO, Læknar án landamæra, Rauði krossinn. Evrópuráðið og mannréttindadómstóll Evrópu svo fátt eitt sé nefnt. Við styttingu námstíma til stúdentsprófs árið 2015, úr fjórum árum í þrjú, fækkaði einingum í erlendum tungumálum sem nemendur þurfa að taka til stúdentsprófs. Nýstúdentar búa því yfir talsvert minni færni og kunnáttu í þriðja erlenda tungumálinu (frönsku, spænsku eða þýsku) nú en fyrir styttingu námstímans. Samhliða þessu hefur þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á frönsku sem þriðja tungumál til stúdentsprófs fækkað og er franska nú einungis kennd við 12 framhaldsskóla. Jafnframt virðast nýir framhaldsskólar hafa tekið ákvörðun um að bjóða ekki upp á frönskunám. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og alþjóðavæðing og alþjóðlegt samstarf hefur aukist meira en nokkru sinn fyrr. Ferðaþjónustan hefur vaxið gífurlega og því er þörfin fyrir tungumálakunnáttu meiri en áður. Utanríkisráðuneyti Íslands sem og alþjóðlegar stofnanir á borð við Rauða krossinn á Íslandi hafa bent á að sárlega vanti fólk með frönskukunnáttu til starfa. Ef fram heldur sem horfir og enn verði dregið úr kennslu á mikilvægum tungumálum svo sem frönsku þá er hætt við að Ísland dragist aftur úr á fjölmörgum sviðum, því aðgangur Íslendinga að viðskiptum, vísindum og menningarverðmætum þrengist jafnt og þétt með minnkandi tungumálakunnáttu. Það er því von félags frönskukennara að þeir framhaldsskólar sem bjóða upp á frönsku standi vörð um hana og tryggi að í framtíðinni verði áfram boðið upp á öflugt nám í frönsku á Íslandi. Góð frönskukunnátta eykur samkeppnishæfni unga fólksins okkar á vinnumarkaði, gerir þeim kleift að starfa á alþjóðavettvangi og síðast en ekki síst eykur hún víðsýni og opnar dyr að öðrum menningarheimum – ekki bara Frakklandi heldur frönskumælandi löndum um allan heim. Fyrir hönd félags frönskukennara á Íslandi, Rósa Elín Davíðsdóttir,aðjunkt í frönsku við Háskóla Íslands og ritstjóri Lexíu, íslensk-franskrar veforðabókar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun