Á fundinum er ætlunin að horfa til ársins 2040 og sjá fyrir sér áfangastaðinn kolefnishlutlaust Ísland. Hvaða áhrif það muni hafa á samfélag, umhverfi og atvinnulíf.
Fundurinn fer fram milli 13 og 15 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Sérstakur gestur verður Finn Mortensen, framkvæmdastjóri State of Green í Danmörku. Hann muni leggja línurnar að fundinum með erindi um hvernig stjórnvöld og atvinnulíf hafi mótað sýn um kolefnishlutlausa Danmörk og lykillausnir.
„State of Green hefur verið leiðandi afl í að vekja athygli á framlagi Danmerkur í loftslagsmálum og tækifærum þar í landi og er því mikilli visku að miðla þaðan,“ segir í tilkynningunni.
New event from Business Iceland on Vimeo.
