Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir HK 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið falli beint aftur niður í Lengjudeildina. HK-ingar voru snöggir að leiðrétta mistökin frá 2021 þegar þeir féllu og komust aftur upp í Bestu deildina í fyrstu tilraun. Brynjar Björn Gunnarsson hætti hjá HK í byrjun tímabilsins og við starfi hans tók Ómar Ingi Guðmundsson. Þessi mikli HK-ingur stýrði liðinu sínu á röggsaman hátt í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari og var svo ráðinn til frambúðar eftir tímabilið. Öfugt við síðast þegar HK kom upp í efstu deild (2019) hefur liðið ekki fengið þekktar stærðir til sín, heldur frekar yngri leikmenn sem geta orðið betri. Mesta spennan er fyrir Marciano Aziz sem fór hamförum með Aftureldingu í Lengjudeildinni í fyrra. Þá þarf sænski miðvörðurinn Ahmad Faqa að vera góður. Ómar Ingi Guðmundsson er yngsti þjálfarinn í Bestu deildinni í sumar.vísir/hulda margrét HK er með mikla reynslu í markinu, vörninni og miðjunni og varnarleikurinn var nokkuð sterkur í Lengjubikarnum ef frá er talinn leikurinn gegn KR þar sem liðið fékk á sig sex mörk. HK-ingar þurfa að hafa meiri áhyggjur af sóknarleiknum enda skoraði liðið aðeins sjö mörk í Lengjubikarnum og fjögur þeirra komu gegn Grindvíkingum. Stefán Ingi Sigurðarson var frábær fyrir HK á síðasta tímabili en hann er snúinn aftur til Breiðabliks og verður þar í sumar. HK-ingar þurfa því að spjara sig án hans í Bestu-deildinni og þegar horft er yfir leikmannahóp liðsins er öskrandi þörf á framherja. Mikið mun mæða á Örvari Eggertssyni, sem var besti leikmaður HK á síðasta tímabili fyrir utan Stefán Inga, og Aziz. Svona var síðasta sumar í tölum Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti (2. sæti) og þeim var spáð í spá fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl og maí: 50 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 12) Júní: 75 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 12) Júlí: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 9) - Besti dagur: 2. september HK-ingar tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 3-1 sigri á Fjölnir í Kórnum. Versti dagur: 19. maí HK tapaði tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum og sat í níunda sæti í deildinni eftir tap á móti Gróttu. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti í B-deild (46 stig) Sóknarleikur: 3. sæti í B-deild (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti í B-deild (30 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti í B-deild (27 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti í B-deild (19 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (14. júlí til 10. ágúst) Flestir tapleikir í röð: 2 (14. til 23. ágúst) Markahæsti leikmaður: Stefán Ingi Sigurðarson 10 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Bruno Gabriel Soares 8 Liðið og lykilmenn Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður (f. 1994): Algjör lykilmaður hjá HK, bæði í vörn og sókn. Þekktur fyrir sinn frábæra vinstri fót og er einn allra sparkvissasti leikmaður Bestu deildarinnar. Er HK-liðinu gríðarlega mikilvægur í föstum leikatriðum, sérstaklega þar sem annar spyrnusérfræðingur, Ásgeir Marteinsson, er horfinn á braut. Atli Arnarson, miðjumaður (f. 1993): Ein allra bestu kaup sem HK hefur gert var þegar liðið fékk Atla frá ÍBV fyrir tímabilið 2019. Hann hefur reynst HK-liðinu frábærlega síðan þá; duglegur, vel spilandi og getur skorað mörk. Er þriðji markahæsti leikmaður HK í efstu deild með níu mörk. Marciano Aziz, miðjumaður (f. 2001): Belginn sló eftirminnilega í gegn með Aftureldingu í Lengjudeildinni í fyrra. Hann skoraði tíu mörk í jafn mörgum deildarleikjum og vakti mikla athygli. HK var snöggt til eftir tímabilið og krækti í Aziz. Hann verður algjör lykilmaður í sóknarleik HK en verður að gera betur í sumar en hann gerði á undirbúningstímabilinu. Ívar Örn Jónsson, Atli Arnarson og Marciano Aziz verða að eiga gott tímabil með HK.vísir/diego/daníel Markaðurinn grafík/hjalti HK sótti enga gamlingja á markaðnum að þessu sinni en elsti leikmaðurinn sem liðið fékk, Atli Hrafn Andrason, er aðeins 23 ára. Mikil spenna er fyrir áðurnefnum Aziz og þá lofar Faqa, sem kom á láni frá AIK í Svíþjóð, góðu. Hann á að fylla skarð Bruno Soares sem reyndist HK vel í fyrra. Brynjar Snær Pálsson hefur reynslu úr efstu deild og er ákaflega sparkviss og Atli Þór Jónasson er ungur og spennandi framherji sem skoraði grimmt fyrir Hamar á síðasta tímabili. Hann er eðlilega ekki tilbúinn að leiða sóknarlínu HK en gæti reynst notadrjúgur í sumar, sérstaklega í loftinu enda um tveir metrar á hæð. Mesti missirinn er af Stefáni Inga sem skoraði eins og óður maður í rauðu og hvítu treyjunni. Ásgeir Marteinsson skilur einnig eftir sig vandfyllt skarð en hann hefur verið fastamaður hjá HK undanfarin ár. Þá eru nokkrir leikmenn sem voru í minni hlutverkum horfnir á braut. Hversu langt er síðan að HK .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2021) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: Aldrei ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei HK-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Tóku ekki þátt í Íslandsmótinu. Fyrir fjörutíu árum (1983): Tóku ekki þátt í Íslandsmótinu. Fyrir þrjátíu árum (1993): Komust upp í B-deild með því að ná öðru sætinu í C-deild. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í 8. sæti í B-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Komust upp í B-deild með því að vinna C-deildina. Að lokum ... Leifur Andri Leifsson er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu HK.vísir/hulda margrét HK-ingar geta haldið sér í Bestu deildinni. Leikmannahópurinn er nokkuð reyndur og vel samstilltur. Farið hefur verið í hóflegar breytingar en hætt er við að styrkingin hafi ekki verið nógu mikil, sérstaklega fram á við. En detti inn einhver öflugur framherji fyrir byrjun móts gæti það breytt öllu. Ómar er óreyndur á þessu sviði en hefur verið afar sannfærandi í öllum sínum aðgerðum síðan hann tók við þjálfun HK. Svo má ekki vanmeta það að það finnast varla meiri HK-ingar en hann. Í liðinu eru líka góður hópur uppalinna leikmanna sem er annt um félagið. Svo eru spennandi strákar á leiðinni eins og hinn fimmtán ára Karl Ágúst Karlsson sem spilaði talsvert í fyrra þrátt fyrir að vera enn í grunnskóla. HK-ingar þurfa að verjast sem fjandinn og vonast til þeir skori nógu mörg mörk til að vera réttu megin við strikið. Hinn alræmdi Kór er alltaf mikilvægur og þar þarf HK að ná sínum hæstu tónum og nógu mörgum stigum til að vera í Bestu deildinni 2024. Besta deild karla HK Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir HK 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið falli beint aftur niður í Lengjudeildina. HK-ingar voru snöggir að leiðrétta mistökin frá 2021 þegar þeir féllu og komust aftur upp í Bestu deildina í fyrstu tilraun. Brynjar Björn Gunnarsson hætti hjá HK í byrjun tímabilsins og við starfi hans tók Ómar Ingi Guðmundsson. Þessi mikli HK-ingur stýrði liðinu sínu á röggsaman hátt í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari og var svo ráðinn til frambúðar eftir tímabilið. Öfugt við síðast þegar HK kom upp í efstu deild (2019) hefur liðið ekki fengið þekktar stærðir til sín, heldur frekar yngri leikmenn sem geta orðið betri. Mesta spennan er fyrir Marciano Aziz sem fór hamförum með Aftureldingu í Lengjudeildinni í fyrra. Þá þarf sænski miðvörðurinn Ahmad Faqa að vera góður. Ómar Ingi Guðmundsson er yngsti þjálfarinn í Bestu deildinni í sumar.vísir/hulda margrét HK er með mikla reynslu í markinu, vörninni og miðjunni og varnarleikurinn var nokkuð sterkur í Lengjubikarnum ef frá er talinn leikurinn gegn KR þar sem liðið fékk á sig sex mörk. HK-ingar þurfa að hafa meiri áhyggjur af sóknarleiknum enda skoraði liðið aðeins sjö mörk í Lengjubikarnum og fjögur þeirra komu gegn Grindvíkingum. Stefán Ingi Sigurðarson var frábær fyrir HK á síðasta tímabili en hann er snúinn aftur til Breiðabliks og verður þar í sumar. HK-ingar þurfa því að spjara sig án hans í Bestu-deildinni og þegar horft er yfir leikmannahóp liðsins er öskrandi þörf á framherja. Mikið mun mæða á Örvari Eggertssyni, sem var besti leikmaður HK á síðasta tímabili fyrir utan Stefán Inga, og Aziz. Svona var síðasta sumar í tölum Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti (2. sæti) og þeim var spáð í spá fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl og maí: 50 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 12) Júní: 75 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 12) Júlí: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 9) - Besti dagur: 2. september HK-ingar tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 3-1 sigri á Fjölnir í Kórnum. Versti dagur: 19. maí HK tapaði tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum og sat í níunda sæti í deildinni eftir tap á móti Gróttu. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti í B-deild (46 stig) Sóknarleikur: 3. sæti í B-deild (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti í B-deild (30 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti í B-deild (27 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti í B-deild (19 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (14. júlí til 10. ágúst) Flestir tapleikir í röð: 2 (14. til 23. ágúst) Markahæsti leikmaður: Stefán Ingi Sigurðarson 10 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Bruno Gabriel Soares 8 Liðið og lykilmenn Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður (f. 1994): Algjör lykilmaður hjá HK, bæði í vörn og sókn. Þekktur fyrir sinn frábæra vinstri fót og er einn allra sparkvissasti leikmaður Bestu deildarinnar. Er HK-liðinu gríðarlega mikilvægur í föstum leikatriðum, sérstaklega þar sem annar spyrnusérfræðingur, Ásgeir Marteinsson, er horfinn á braut. Atli Arnarson, miðjumaður (f. 1993): Ein allra bestu kaup sem HK hefur gert var þegar liðið fékk Atla frá ÍBV fyrir tímabilið 2019. Hann hefur reynst HK-liðinu frábærlega síðan þá; duglegur, vel spilandi og getur skorað mörk. Er þriðji markahæsti leikmaður HK í efstu deild með níu mörk. Marciano Aziz, miðjumaður (f. 2001): Belginn sló eftirminnilega í gegn með Aftureldingu í Lengjudeildinni í fyrra. Hann skoraði tíu mörk í jafn mörgum deildarleikjum og vakti mikla athygli. HK var snöggt til eftir tímabilið og krækti í Aziz. Hann verður algjör lykilmaður í sóknarleik HK en verður að gera betur í sumar en hann gerði á undirbúningstímabilinu. Ívar Örn Jónsson, Atli Arnarson og Marciano Aziz verða að eiga gott tímabil með HK.vísir/diego/daníel Markaðurinn grafík/hjalti HK sótti enga gamlingja á markaðnum að þessu sinni en elsti leikmaðurinn sem liðið fékk, Atli Hrafn Andrason, er aðeins 23 ára. Mikil spenna er fyrir áðurnefnum Aziz og þá lofar Faqa, sem kom á láni frá AIK í Svíþjóð, góðu. Hann á að fylla skarð Bruno Soares sem reyndist HK vel í fyrra. Brynjar Snær Pálsson hefur reynslu úr efstu deild og er ákaflega sparkviss og Atli Þór Jónasson er ungur og spennandi framherji sem skoraði grimmt fyrir Hamar á síðasta tímabili. Hann er eðlilega ekki tilbúinn að leiða sóknarlínu HK en gæti reynst notadrjúgur í sumar, sérstaklega í loftinu enda um tveir metrar á hæð. Mesti missirinn er af Stefáni Inga sem skoraði eins og óður maður í rauðu og hvítu treyjunni. Ásgeir Marteinsson skilur einnig eftir sig vandfyllt skarð en hann hefur verið fastamaður hjá HK undanfarin ár. Þá eru nokkrir leikmenn sem voru í minni hlutverkum horfnir á braut. Hversu langt er síðan að HK .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2021) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: Aldrei ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei HK-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Tóku ekki þátt í Íslandsmótinu. Fyrir fjörutíu árum (1983): Tóku ekki þátt í Íslandsmótinu. Fyrir þrjátíu árum (1993): Komust upp í B-deild með því að ná öðru sætinu í C-deild. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í 8. sæti í B-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Komust upp í B-deild með því að vinna C-deildina. Að lokum ... Leifur Andri Leifsson er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu HK.vísir/hulda margrét HK-ingar geta haldið sér í Bestu deildinni. Leikmannahópurinn er nokkuð reyndur og vel samstilltur. Farið hefur verið í hóflegar breytingar en hætt er við að styrkingin hafi ekki verið nógu mikil, sérstaklega fram á við. En detti inn einhver öflugur framherji fyrir byrjun móts gæti það breytt öllu. Ómar er óreyndur á þessu sviði en hefur verið afar sannfærandi í öllum sínum aðgerðum síðan hann tók við þjálfun HK. Svo má ekki vanmeta það að það finnast varla meiri HK-ingar en hann. Í liðinu eru líka góður hópur uppalinna leikmanna sem er annt um félagið. Svo eru spennandi strákar á leiðinni eins og hinn fimmtán ára Karl Ágúst Karlsson sem spilaði talsvert í fyrra þrátt fyrir að vera enn í grunnskóla. HK-ingar þurfa að verjast sem fjandinn og vonast til þeir skori nógu mörg mörk til að vera réttu megin við strikið. Hinn alræmdi Kór er alltaf mikilvægur og þar þarf HK að ná sínum hæstu tónum og nógu mörgum stigum til að vera í Bestu deildinni 2024.
Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu í sama sæti (2. sæti) og þeim var spáð í spá fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl og maí: 50 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 12) Júní: 75 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 12) Júlí: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) Ágúst: 60 prósent stiga í húsi í B-deild (9 af 15) September: 67 prósent stiga í húsi í B-deild (6 af 9) - Besti dagur: 2. september HK-ingar tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 3-1 sigri á Fjölnir í Kórnum. Versti dagur: 19. maí HK tapaði tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum og sat í níunda sæti í deildinni eftir tap á móti Gróttu. - Tölfræðin Árangur: 2. sæti í B-deild (46 stig) Sóknarleikur: 3. sæti í B-deild (46 mörk skoruð) Varnarleikur: 2. sæti í B-deild (30 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti í B-deild (27 stig) Árangur á útivelli: 2. sæti í B-deild (19 stig) Flestir sigurleikir í röð: 6 (14. júlí til 10. ágúst) Flestir tapleikir í röð: 2 (14. til 23. ágúst) Markahæsti leikmaður: Stefán Ingi Sigurðarson 10 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Bruno Gabriel Soares 8
Hversu langt er síðan að HK .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: Aldrei ... féll úr deildinni: 2 ár (2021) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: Aldrei ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei
HK-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Tóku ekki þátt í Íslandsmótinu. Fyrir fjörutíu árum (1983): Tóku ekki þátt í Íslandsmótinu. Fyrir þrjátíu árum (1993): Komust upp í B-deild með því að ná öðru sætinu í C-deild. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í 8. sæti í B-deildinni. Fyrir tíu árum (2013): Komust upp í B-deild með því að vinna C-deildina.