Ennþá er óvíst hvort Harry og Meghan muni mæta í krýningarathöfnina. Talsmaður þeirra veitti The Sunday Times yfirlýsingu fyrr í þessum mánuði þar sem það var staðfest að þeim hafi verið boðið. Talsmaðurinn vildi þó ekki gefa upp hvort Harry og Meghan væru búin að ákveða hvort þau ætli sér að mæta eða ekki.
Oprah var gestur í sjónvarpsþættinum CBS Mornings og barst talið þar að athöfninni. Sjónvarpskonan er góðkunnug Bretaprinsinum og hertogaynjunni en hún tók ítarlegt viðtal við þau í mars í fyrra. Viðtalið vakti gífurlega athygli og var afar umtalað. Þá var hún gestur í brúðkaupi hjónanna sem var haldið í maí árið 2018.
Var Oprah spurð að því þættinum hvort henni fyndist að Harry og Meghan ættu að mæta í athöfnina. „Ég held að þau ættu að gera það sem þau halda að sé best fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er það sem ég held,“ segir Oprah.
Oprah segir þó að Harry og Meghan séu ekki búin að ræða um krýningarathöfnina við sig. „Þau eru ekki búin að spyrja mig hvað mér finnst.“