Veiðikonur fjölmenntu á námskeið Karl Lúðvíksson skrifar 17. mars 2023 11:21 Það hefði mátt heyra saumnál detta þvílíkur var áhuginn á námskeiðinu Max Lax sem þeir Hrafn H. Hauksson og Sigþór Steinn Ólafsson héldu fyrir Kvennanefnd SVFR í kvöld. Námskeiðið er ætlað veiðifólki sem vil ná betri árangri í sinni laxveiði og þeir Hrafn og Sigþór hafa báðir mikla reynslu af laxveiðum sem og leiðsögumennsku um allt land. Það seldist fljótt upp á námskeiðið og því augljóst að áhuginn er mikill og konur farnar að setja sig í stellingar fyrir næsta sumar. Tuttugu mættu á námskeiðið og halda þær út í komandi tímabil með nokkur ný trix upp í erminni. “Laxveiðin er svo miklu meira en eitt 45 gráðu kast og eitt skref komumst við að” sagði Helga Gísla. Önnur hafði á orði eftir námskeiðið; "Þessi laxveiði er svo mótsagnakennd, þetta er blanda af nördaskap, vísindum, hjátrú, hinu yfirskilningslega, andrenalínfíkn og ósk um kyrrð og ró." Toppið það. Kvennanefnd SVFR fagnar 10 ára afmæli í haust og á þessum 10 árum hefur það verið markmið nefndarinnar að bjóða konum upp á fræðslu yfir vetrarmánuðina. Afhverju vera með sér kvennanefnd? Aðspurð segir Helga að mikilvægt sé að vera með kvennanefnd, því nálgun kvenna í veiði er oft á tíðum ólík karla og þarf að hlúa að því. Stjórn kvennanefndar skipa Sæunn Þorkelsdóttir formaður, Helga Gísladóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Námskeiðið er ætlað veiðifólki sem vil ná betri árangri í sinni laxveiði og þeir Hrafn og Sigþór hafa báðir mikla reynslu af laxveiðum sem og leiðsögumennsku um allt land. Það seldist fljótt upp á námskeiðið og því augljóst að áhuginn er mikill og konur farnar að setja sig í stellingar fyrir næsta sumar. Tuttugu mættu á námskeiðið og halda þær út í komandi tímabil með nokkur ný trix upp í erminni. “Laxveiðin er svo miklu meira en eitt 45 gráðu kast og eitt skref komumst við að” sagði Helga Gísla. Önnur hafði á orði eftir námskeiðið; "Þessi laxveiði er svo mótsagnakennd, þetta er blanda af nördaskap, vísindum, hjátrú, hinu yfirskilningslega, andrenalínfíkn og ósk um kyrrð og ró." Toppið það. Kvennanefnd SVFR fagnar 10 ára afmæli í haust og á þessum 10 árum hefur það verið markmið nefndarinnar að bjóða konum upp á fræðslu yfir vetrarmánuðina. Afhverju vera með sér kvennanefnd? Aðspurð segir Helga að mikilvægt sé að vera með kvennanefnd, því nálgun kvenna í veiði er oft á tíðum ólík karla og þarf að hlúa að því. Stjórn kvennanefndar skipa Sæunn Þorkelsdóttir formaður, Helga Gísladóttir, Rún Knútsdóttir og Þóra Sigrún Hjaltadóttir.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði