„Þetta var ekki auðveldur leikur. Við vissum að hann yrði erfiður og við börðumst allt til loka. Seinni hálfleikurinn var sérstaklega góður hjá okkur. KR-ingar leyfðu okkur ekki að spila vel framan af leik og okkur leið ekki vel. Í lokin hittum við betur og unnum leikinn," sagði ánægður Richotti eftir leik.

KR féll formlega í síðasta leik, þrátt fyrir það gaf Vesturbæjarliðið allt í leikinn í kvöld.
„Svona leikir geta verið erfiðir. Þegar liðið sem þú spilar við er ekki að spila upp á neitt en við erum í harðri baráttu. Þeir eru pressulausir og það sést á spilamennsku þeirra. Við byrjuðum að klúðra skotum og uðrum stressaðir. Að lokum vorum við nógu þolinmóðir til að finna réttu skotin okkar og réttu svæðin til að vinna leikinn."

Richotti hitti úr fimm þriggja stiga skotum í röð í seinni hálfleik og átti stóran þátt í sigrinum
„Þeir leyfðu mér að skjóta. Ég hef verið í vandræðum með þriggja stiga skotin á tímabilinu en ég veit að ég er góður skotmaður. Ég er mjög glaður að skotin fóru inn og við unnum leikinn."
Það er stutt í úrslitakeppnina en Richotti er gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvíkinga ætli þeir sér Íslandsmeistaratitilinn. Hann mátti þola mikla gagrýni framan af móti en er að sína sitt rétta andlit núna.
„Ég vona það. Vonandi er ég búinn með öll lélegu skotin og fer að hitta þegar það skiptir máli," sagði Richotti.