Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2023 09:01 Arnar Þór Viðarsson ætlar sér að koma íslenska karlalandsliðinu á EM 2024. vísir/sigurjón Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. „Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira