Lífið

Ein­fald­leiki ís­lenskra karl­manna slær í gegn á sam­fé­lags­miðlum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Leikurinn snerist einungis um það að passa að vatnið flæddi ekki yfir brúnir glassins.
Leikurinn snerist einungis um það að passa að vatnið flæddi ekki yfir brúnir glassins.

Fjórir íslenskir karlmenn hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring. Fyrir hvað? Jú, þeir tóku myndband af sér að láta vatn renna í glas. 

Áhrifavaldurinn Stefán John Turner birti myndbandið fyrst á TikTok-síðu sinni og hafa yfir fjórar milljónir manna horft á það og 380 þúsund manns líkað við það. 

Í myndbandinu spilar Stefán leik við félaga sína þar sem þeir láta vatn renna úr krana í glas og mega ekki láta það flæða úr glasinu. Viðbrögð drengjanna eru þó það sem fólk virðist hafa hvað mest gaman af. 

„Þetta er með sama fíling og hellisbúar að uppgötva eld,“ skrifar einn notandi undir myndbandið og annar segir „Ég hef séð minna spennandi knattspyrnuleiki.“

Myndbandið var svo endurbirt á Twitter fyrr í dag en þar hefur það einnig slegið í gegn. 5,7 milljónir manna hafa horft á það og rúmlega sjötíu þúsund manns líkað við það. Við myndbandið var svo skrifað „Sjáið þið hversu einfaldir menn eru? Þetta er svo fjandi skemmtilegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.