Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. mars 2023 07:01 Bjarni Benediktsson og Daníel Kristinn Gunnarsson starfa báðir hjá Advania og eru bestu vinir. Þeir taka undir það sem niðurstöður nýlegrar Gallup könnunar segja að það að eiga góðan vin í vinnunni hafi margvísleg jákvæð áhrif. Að geta talað um allt á milli himins og jarðar og jafnvel pústað um vinnuna gerir manni gott. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. Og eru bestu vinir. Þeir þekktust reyndar áður en þeir fóru að vinna saman. Höfðu vitað af hvorum öðrum lengi og eru líka saman í tónlist. En vinskapurinn hefur bara aukist ef eitthvað er eftir að þeir fóru að vinna saman, sem báðir segja að skipt máli starfsánægjulega séð. „Maður byrjar á því að tékka á honum á morgnana; tökum við hádegismat saman í dag eða hvað?“ segir Daniel. Fyrir stuttu fjallaði Atvinnulífið um niðurstöður Gallup rannsóknar sem sýna að það að eiga vin í vinnunni getur haft mjög jákvæð áhrif á velgengni, starfsánægju og hollustu við vinnustaðinn. Í dag og á morgun ræðir Atvinnulífið við vini og vinkonur í vinnunni. Bjarni og Daníel vissu af hvor öðrum frá því að þeir voru sautján átján ára gamlir. Upphaflega voru það tölvuleikir sem tengdu þá saman en síðar tónlistin. Bjarni ráðfærði sig við Daníel áður en hann sótti um starf hjá Advania og óhætt að segja að besti vinurinn hafi verið besti meðmælandi vinnustaðarins.Vísir/Vilhelm Vinir utan vinnu og í vinnu Bjarni og Daniel segjast hafa vitað hvor af öðrum frá því að þeir voru um sautján átján ára gamlir, en Bjarni er fæddur árið 1984 og Daniel árið 1985. Upphaflega voru það tölvuleikir sem tengdu þá saman. „Ég held reyndar að ég hafi aldrei upplifað einmanaleikatilfinninguna meðal annars vegna tölvuleikja. Því þar er maður að hitta fólk á netinu sem telur alveg jafn mikið,“ segir Daniel síðar í samtalinu þegar talið berst að þeirri staðreynd að einmanaleiki er vaxandi vandamál í heiminum. Bjarni tekur undir þetta og segir að þegar Covid var, hafi þeir Daniel hist daglega í tölvuleikjum. Það hafi einmitt gefið mikið og dregið úr áhrifum sóttvarnarreglna. Um aldamótin voru þeir báðir að keppa í rafíþróttum. Og muna eftir hvor öðrum síðan þá. „En við vorum aldrei að keppa á móti hvor öðrum né í því sama,“ segir Bjarni. Árið 2006 voru þeir síðan báðir í starfi hjá Vodafone. Reyndar í sitthvorri deildinni. „En við vissum af hvor öðrum,“ segir Daniel þótt vinskapurinn hafi svo sem ekki náð mikið lengra en það. Árið 2011 tengdust þeir í gegnum tónlist því báðir eru þeir plötusnúðar. Þeir ásamt fleirum stofnuðu hreyfingu sem kallast Hausar en félagsskapurinn myndaðist í kringum drum & bass og jungle tónlist sem þeim fannst vera lægð yfir á þessu tímabili og varð til þess að Hausar urðu til. Í dag stendur hópurinn fyrir klúbbakvöldi einu sinni í mánuði þar sem tónlistin er í fyrirrúmi. „Við erum líka búnir að gera ýmislegt meira í kringum, þetta, fengið erlenda aðila hingað heim, farið til útlanda saman og fleira,“ segir Daniel. Bjarni og Daníel eru báðir plötusnúðar og stofnuðu hreyfinguna Hausar ásamt fleirum árið 2011 í kringum drum & bass og jungle tónlist. Í Covid hittust þeir líka daglega og spiluðu tölvuleiki og vinnudagurinn hefst á því að tékka á hinum aðilum og athuga hvort þeir hittist í hádegismatnum. Vinurinn besti meðmælandinn Fyrir um ári síðan fékk Bjarni símtal þar sem hann var spurður að því hvort hann hefði mögulega áhuga á starfi hjá Advania. Bjarni sagðist alveg vera opinn fyrir því að skoða það og eins og góðum vini sæmir, leitaði hann ráða hjá Daniel vini sínum. „Ekki það að auðvitað vissi ég heilmikið um Advania því Danni hafði unnið þar í meira en tíu ár og alltaf talað um fyrirtækið sem frábæran vinnustað. En vissulega hafði það töluverð áhrif að vita hvað honum fyndist um að vinna þarna,“ segir Bjarni. Þegar Bjarni talar við Daniel benti hinn síðarnefndi honum líka á annað starf hjá Advania sem var verið að opna fyrir umsóknir í. „Það endaði því með að ég sótti um það starf og var ráðinn í það. En starfið sem upphaflega var hringt í mig út af fór ekki í auglýsingu, heldur endaði það með innanhúsráðningu,“ segir Bjarni. Daniel; Oft er sagt að fólk sé frekar varkárt með að mæla með vinum eða vandamönnum í starf, hvernig upplifðir þú það að vera í þeirri stöðu? „Mér leið vel með það því að ég vissi af fyrri störfum Bjarna að hann væri öflugur í verkefnastýringu en sá líka fyrir mér að það að ráða hann væri bót fyrir félagið, sjálfan mig og hann,“ svarar Daniel og bætir við: Reglulega eru líka starfsánægjukannanir hér innanhús þar sem fólk er spurt hvort það telji sig eiga vin í vinnunni, hvernig því líður, hvort það upplifi sig sem stoltan starfsmann hjá félaginu og svo framvegis. Og þegar að maður tikkar í öll þessi box og treystir því að viðkomandi aðili passi í hlutverkið sem verið er að ráða í, þá er ekkert nema góð tilfinning sem fylgir því að mæla með vini í starf þar sem maður vinnur sjálfur.“ Bjarni segir að auðvitað hafi ráðningaferillinn þó verið hefðbundinn. „Það var auðvitað mannauðsdeildin sem ég hitti og spurði spurninga. Þannig að fyrir ráðninguna sem slíka var svo sem ekki nóg að segjast bara vera vinur Danna,“ segir Bjarni og félagarnir brosa í kampinn. Bjarni og Daníel segjast sannfærðir um að það að eiga góðan vin í vinnunni sé af hinu góða fyrir bæði starfsfólk og vinnustaðinn sjálfan. Það sé gott að geta átt óformleg samtöl við vin um vinnuna, finnast maður aldrei vera einn og vera ófeimnari við að skapa og taka þátt.Vísir/Vilhelm Gott að geta rætt um allt við vin og vinnufélaga Bjarni og Daniel segjast oft vinna saman í verkefnum hjá Advania en það sé svo sem allur gangur á því. Til dæmis er Bjarni mikið að vinna í fjarvinnu að heiman núna því hann er með lítið barn. „Og auðvitað er maður farinn að þekkja aðeins konuna hans og fjölskylduhagi. Drifkrafturinn í vinskapnum okkar hefur svo sem verið tónlistin og áhugamálin en líka vaxið í vinskap sem nær yfir góða og slæma tíma, þar sem við reynum að vera til staðar fyrir hvorn annan og alltaf þannig að það við getum rætt saman um allt á milli himins og jarðar,“ segir Daniel. Þá segjast félagarnir spila reglulega tölvuleiki saman og eigi þar fyrir utan nokkra ytri vinahringi sem skarist. Til dæmis heldur Bjarni úti hlaðvarpsþátt með bróður Daniels. Þegar talið berst aftur að niðurstöðum rannsókna Gallup um vinskap í vinnunni eða niðurstöður sem þeir þekkja sjálfir úr innanhúskönnunum á meðal starfsfólks, segjast félagarnir algjörlega sammála því að það sé gott að eiga góðan vin í vinnunni. „Það er einfaldlega rosalega öflugt að vera með vin nálægt sér í vinnunni sem maður treystir og getur talað um allt á milli himins og jarðar. Líka að geta pústað um vinnuna ef þess þarf og upplifa sig aldrei að vera einn,“ segir Daniel. Ég er sammála þessu. Það er rosalega gott að þekkja einhvern líka utan vinnunnar sem maður treystir og getur talað um allt við og pústað. Og líka bara að geta ráðfært sig við einhvern í vinnunni sem er góður vinur því þau samtöl eru þá ekkert endilega eins formleg og þau væru ef við værum ekki svona góðir vinir. Ég held að vinskapur í vinnu sé eitthvað sem er einfaldlega gott fyrir alla. Bæði starfsfólkið og félagið,“ segir Bjarni. Daniel segist sammála þessu og segir: „Að tala við vin í vinnunni er öðruvísi. Maður er berskjaldaðri og kannski móttækilegri fyrir gagnrýni eða ábendingum því á milli vina ríkir auðvitað þetta traust. Að eiga góðan vin í vinnunni held ég því að hafi tvímælalaust mikil og jákvæð áhrif enda er smá ógnvekjandi fyrir alla að byrja í nýrri vinnu. Ef þú átt vin í vinnunni upplifir þú þig hins vegar öruggari í umhverfinu og hefur á tilfinningunni að það sé alltaf einhver sem styður við bakið á þér. Sem síðan leiðir til þess að fólki líður betur, á auðveldara með að vera skapandi og ófeimnari við að taka þátt.“ Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Geðheilbrigði Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. 2. mars 2023 07:00 „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. 3. október 2022 07:02 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og eru bestu vinir. Þeir þekktust reyndar áður en þeir fóru að vinna saman. Höfðu vitað af hvorum öðrum lengi og eru líka saman í tónlist. En vinskapurinn hefur bara aukist ef eitthvað er eftir að þeir fóru að vinna saman, sem báðir segja að skipt máli starfsánægjulega séð. „Maður byrjar á því að tékka á honum á morgnana; tökum við hádegismat saman í dag eða hvað?“ segir Daniel. Fyrir stuttu fjallaði Atvinnulífið um niðurstöður Gallup rannsóknar sem sýna að það að eiga vin í vinnunni getur haft mjög jákvæð áhrif á velgengni, starfsánægju og hollustu við vinnustaðinn. Í dag og á morgun ræðir Atvinnulífið við vini og vinkonur í vinnunni. Bjarni og Daníel vissu af hvor öðrum frá því að þeir voru sautján átján ára gamlir. Upphaflega voru það tölvuleikir sem tengdu þá saman en síðar tónlistin. Bjarni ráðfærði sig við Daníel áður en hann sótti um starf hjá Advania og óhætt að segja að besti vinurinn hafi verið besti meðmælandi vinnustaðarins.Vísir/Vilhelm Vinir utan vinnu og í vinnu Bjarni og Daniel segjast hafa vitað hvor af öðrum frá því að þeir voru um sautján átján ára gamlir, en Bjarni er fæddur árið 1984 og Daniel árið 1985. Upphaflega voru það tölvuleikir sem tengdu þá saman. „Ég held reyndar að ég hafi aldrei upplifað einmanaleikatilfinninguna meðal annars vegna tölvuleikja. Því þar er maður að hitta fólk á netinu sem telur alveg jafn mikið,“ segir Daniel síðar í samtalinu þegar talið berst að þeirri staðreynd að einmanaleiki er vaxandi vandamál í heiminum. Bjarni tekur undir þetta og segir að þegar Covid var, hafi þeir Daniel hist daglega í tölvuleikjum. Það hafi einmitt gefið mikið og dregið úr áhrifum sóttvarnarreglna. Um aldamótin voru þeir báðir að keppa í rafíþróttum. Og muna eftir hvor öðrum síðan þá. „En við vorum aldrei að keppa á móti hvor öðrum né í því sama,“ segir Bjarni. Árið 2006 voru þeir síðan báðir í starfi hjá Vodafone. Reyndar í sitthvorri deildinni. „En við vissum af hvor öðrum,“ segir Daniel þótt vinskapurinn hafi svo sem ekki náð mikið lengra en það. Árið 2011 tengdust þeir í gegnum tónlist því báðir eru þeir plötusnúðar. Þeir ásamt fleirum stofnuðu hreyfingu sem kallast Hausar en félagsskapurinn myndaðist í kringum drum & bass og jungle tónlist sem þeim fannst vera lægð yfir á þessu tímabili og varð til þess að Hausar urðu til. Í dag stendur hópurinn fyrir klúbbakvöldi einu sinni í mánuði þar sem tónlistin er í fyrirrúmi. „Við erum líka búnir að gera ýmislegt meira í kringum, þetta, fengið erlenda aðila hingað heim, farið til útlanda saman og fleira,“ segir Daniel. Bjarni og Daníel eru báðir plötusnúðar og stofnuðu hreyfinguna Hausar ásamt fleirum árið 2011 í kringum drum & bass og jungle tónlist. Í Covid hittust þeir líka daglega og spiluðu tölvuleiki og vinnudagurinn hefst á því að tékka á hinum aðilum og athuga hvort þeir hittist í hádegismatnum. Vinurinn besti meðmælandinn Fyrir um ári síðan fékk Bjarni símtal þar sem hann var spurður að því hvort hann hefði mögulega áhuga á starfi hjá Advania. Bjarni sagðist alveg vera opinn fyrir því að skoða það og eins og góðum vini sæmir, leitaði hann ráða hjá Daniel vini sínum. „Ekki það að auðvitað vissi ég heilmikið um Advania því Danni hafði unnið þar í meira en tíu ár og alltaf talað um fyrirtækið sem frábæran vinnustað. En vissulega hafði það töluverð áhrif að vita hvað honum fyndist um að vinna þarna,“ segir Bjarni. Þegar Bjarni talar við Daniel benti hinn síðarnefndi honum líka á annað starf hjá Advania sem var verið að opna fyrir umsóknir í. „Það endaði því með að ég sótti um það starf og var ráðinn í það. En starfið sem upphaflega var hringt í mig út af fór ekki í auglýsingu, heldur endaði það með innanhúsráðningu,“ segir Bjarni. Daniel; Oft er sagt að fólk sé frekar varkárt með að mæla með vinum eða vandamönnum í starf, hvernig upplifðir þú það að vera í þeirri stöðu? „Mér leið vel með það því að ég vissi af fyrri störfum Bjarna að hann væri öflugur í verkefnastýringu en sá líka fyrir mér að það að ráða hann væri bót fyrir félagið, sjálfan mig og hann,“ svarar Daniel og bætir við: Reglulega eru líka starfsánægjukannanir hér innanhús þar sem fólk er spurt hvort það telji sig eiga vin í vinnunni, hvernig því líður, hvort það upplifi sig sem stoltan starfsmann hjá félaginu og svo framvegis. Og þegar að maður tikkar í öll þessi box og treystir því að viðkomandi aðili passi í hlutverkið sem verið er að ráða í, þá er ekkert nema góð tilfinning sem fylgir því að mæla með vini í starf þar sem maður vinnur sjálfur.“ Bjarni segir að auðvitað hafi ráðningaferillinn þó verið hefðbundinn. „Það var auðvitað mannauðsdeildin sem ég hitti og spurði spurninga. Þannig að fyrir ráðninguna sem slíka var svo sem ekki nóg að segjast bara vera vinur Danna,“ segir Bjarni og félagarnir brosa í kampinn. Bjarni og Daníel segjast sannfærðir um að það að eiga góðan vin í vinnunni sé af hinu góða fyrir bæði starfsfólk og vinnustaðinn sjálfan. Það sé gott að geta átt óformleg samtöl við vin um vinnuna, finnast maður aldrei vera einn og vera ófeimnari við að skapa og taka þátt.Vísir/Vilhelm Gott að geta rætt um allt við vin og vinnufélaga Bjarni og Daniel segjast oft vinna saman í verkefnum hjá Advania en það sé svo sem allur gangur á því. Til dæmis er Bjarni mikið að vinna í fjarvinnu að heiman núna því hann er með lítið barn. „Og auðvitað er maður farinn að þekkja aðeins konuna hans og fjölskylduhagi. Drifkrafturinn í vinskapnum okkar hefur svo sem verið tónlistin og áhugamálin en líka vaxið í vinskap sem nær yfir góða og slæma tíma, þar sem við reynum að vera til staðar fyrir hvorn annan og alltaf þannig að það við getum rætt saman um allt á milli himins og jarðar,“ segir Daniel. Þá segjast félagarnir spila reglulega tölvuleiki saman og eigi þar fyrir utan nokkra ytri vinahringi sem skarist. Til dæmis heldur Bjarni úti hlaðvarpsþátt með bróður Daniels. Þegar talið berst aftur að niðurstöðum rannsókna Gallup um vinskap í vinnunni eða niðurstöður sem þeir þekkja sjálfir úr innanhúskönnunum á meðal starfsfólks, segjast félagarnir algjörlega sammála því að það sé gott að eiga góðan vin í vinnunni. „Það er einfaldlega rosalega öflugt að vera með vin nálægt sér í vinnunni sem maður treystir og getur talað um allt á milli himins og jarðar. Líka að geta pústað um vinnuna ef þess þarf og upplifa sig aldrei að vera einn,“ segir Daniel. Ég er sammála þessu. Það er rosalega gott að þekkja einhvern líka utan vinnunnar sem maður treystir og getur talað um allt við og pústað. Og líka bara að geta ráðfært sig við einhvern í vinnunni sem er góður vinur því þau samtöl eru þá ekkert endilega eins formleg og þau væru ef við værum ekki svona góðir vinir. Ég held að vinskapur í vinnu sé eitthvað sem er einfaldlega gott fyrir alla. Bæði starfsfólkið og félagið,“ segir Bjarni. Daniel segist sammála þessu og segir: „Að tala við vin í vinnunni er öðruvísi. Maður er berskjaldaðri og kannski móttækilegri fyrir gagnrýni eða ábendingum því á milli vina ríkir auðvitað þetta traust. Að eiga góðan vin í vinnunni held ég því að hafi tvímælalaust mikil og jákvæð áhrif enda er smá ógnvekjandi fyrir alla að byrja í nýrri vinnu. Ef þú átt vin í vinnunni upplifir þú þig hins vegar öruggari í umhverfinu og hefur á tilfinningunni að það sé alltaf einhver sem styður við bakið á þér. Sem síðan leiðir til þess að fólki líður betur, á auðveldara með að vera skapandi og ófeimnari við að taka þátt.“
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Geðheilbrigði Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. 2. mars 2023 07:00 „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. 3. október 2022 07:02 „Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vinir í vinnunni: Einmanaleikaráðuneyti ekki stofnað af ástæðulausu Það getur skipt gífurlega miklu máli að eiga vin í vinnunni. Einmanaleiki er vaxandi vandamál. 2. mars 2023 07:00
„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. 3. október 2022 07:02
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. 13. febrúar 2023 07:00
Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01