Hjartnæmt myndskeið sýnir mæðgur sameinaðar á ný eftir 29 ár Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. mars 2023 20:01 Myndskeiðið af endurfundunum var tekið upp árið 2018 en það var ekki fyrr en í seinasta mánuði að Allie ákvað að birta það á samfélagsmiðlum. TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur fangað hug og hjörtu netverja eftir að hin bandaríska Allie Murphy Seabock birti það á TikTok nú á dögunum. Þar má sjá augnablikið þegar móðir Allie og dóttirin sem hún gaf til ættleiðingar nær þremur áratugum áður eru sameinaðar á ný, og eins og vænta má eru endurfundirnir afar tilfinningaþrungnir. „Þegar mamma mín var 19 ára eignaðist hún barn, og tók þá erfiðu ákvörðun að gefa hana til ættleiðingar,“ ritar Allie í texta sem birtist með myndskeiðinu. Móðir Allie er ekki nefnd á nafn. Allie segir að ekki hafi dagur liðið án þess að móðir hennar hugsaði til barnsins sem hún gaf frá sér, og að ákvörðunin hafi verið sú erfiðasta sem hún hefði nokkurn tímann þurft að taka. „Ættleiðingarferlið var lokað, en systir mín tók DNA próf, komst í kjölfarið að því hver móðir mín væri og hafði samband við hana.“ Móðir Allie minntist aldrei á það við Allie eða systkini hennar að hún hefði eignast dóttur þegar hún var 19 ára gömul. „Við ólumst upp án þess að hafa nokkra vitneskju um að mamma okkar ætti annað barn, hana Jamee. Við komust ekki að því fyrr en Jamee fann mömmu okkar,“ segir Allie í öðru myndskeiði á TikTok þar sem hún og móðir hennar sitja fyrir svörum. @allieseabock a very special day for our family #adoption #adopted #adopt #adoptionstory #adoptionstories #momanddaughter #reunited #fyp #viralvideo #reunion #familyreunited #specialmoments Ambient-style emotional piano - MoppySound Vonaði og bað Einn daginn hafði fósturmóðir Jamee samband við móður Allie á Facebook og tjáði henni að dóttir hennar væri að leita að sinni líffræðilegu móður. Hún sendi henni mynd af Jamee. Móðir Allie sendi myndina á systur sína, sem var eina manneskjan sem vissi af því að hún hefði gefið dóttur sína frá sér tæpum 30 árum áður. Móðir Allie segir að þær systurnar hafi þegar í stað byrjað að gráta hástöfum og síðan hafi systir hennar sagt: „Þetta er barnið þitt.“ Móðir Allie segist alla tíð hafa hugsað til dóttur sinnar, og vonað innilega að hún væri hjá fjölskyldu sem veitti henni ást og umhyggju. „Ég vildi ekki þvinga neinu fram, en á hverjum degi vonaði ég og bað að hún myndi finna mig,“ segir hún. Allie segir móður sína hafa kallað sig og systkini sín á fund eftir að Jamee hafði samband, og tjáð þeim gráklökk að árum saman væri hún búin að eiga leyndarmál sem hún hefði ekki þorað að deila með neinum. Allie segist í fyrsta hafa haldið að móðir hennar hefði framið glæp. Hana grunaði aldrei að móðir hennar ætti annað barn. Miklar undirtektir Myndskeiðið af endurfundunum var tekið upp árið 2018 en það var ekki fyrr en í seinasta mánuði að Allie ákvað að birta það á samfélagsmiðlum. Síðan þá hefur myndskeiðið fengið yfir 14 milljón áhorf og í kjölfarið hefur verið fjallað um það í fjölmörgum fjölmiðlum vestanhafs. Hátt í 18 þúsund manns hafa ritað athugasemdir undir færsluna, og margir hafa deilt sínum eigin reynslusögum af ættleiðingu. „Ég vona að sonur minn eigi eftir að finna mig. Ég óska þess á hverju ári, þegar hann á afmæli. Hann verður 29 ára á þessu ári. Ég táraðist við að horfa á þetta,“ skrifar ein kona. Annar netverji skrifar: „Ég er með kökk í hálsinum. Ég á systur sem er fjórum árum eldri en ég. Mamma mín eignaðist hana þegar hún var 16 ára. Hún hugsar stöðugt um hana.“ Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Þegar mamma mín var 19 ára eignaðist hún barn, og tók þá erfiðu ákvörðun að gefa hana til ættleiðingar,“ ritar Allie í texta sem birtist með myndskeiðinu. Móðir Allie er ekki nefnd á nafn. Allie segir að ekki hafi dagur liðið án þess að móðir hennar hugsaði til barnsins sem hún gaf frá sér, og að ákvörðunin hafi verið sú erfiðasta sem hún hefði nokkurn tímann þurft að taka. „Ættleiðingarferlið var lokað, en systir mín tók DNA próf, komst í kjölfarið að því hver móðir mín væri og hafði samband við hana.“ Móðir Allie minntist aldrei á það við Allie eða systkini hennar að hún hefði eignast dóttur þegar hún var 19 ára gömul. „Við ólumst upp án þess að hafa nokkra vitneskju um að mamma okkar ætti annað barn, hana Jamee. Við komust ekki að því fyrr en Jamee fann mömmu okkar,“ segir Allie í öðru myndskeiði á TikTok þar sem hún og móðir hennar sitja fyrir svörum. @allieseabock a very special day for our family #adoption #adopted #adopt #adoptionstory #adoptionstories #momanddaughter #reunited #fyp #viralvideo #reunion #familyreunited #specialmoments Ambient-style emotional piano - MoppySound Vonaði og bað Einn daginn hafði fósturmóðir Jamee samband við móður Allie á Facebook og tjáði henni að dóttir hennar væri að leita að sinni líffræðilegu móður. Hún sendi henni mynd af Jamee. Móðir Allie sendi myndina á systur sína, sem var eina manneskjan sem vissi af því að hún hefði gefið dóttur sína frá sér tæpum 30 árum áður. Móðir Allie segir að þær systurnar hafi þegar í stað byrjað að gráta hástöfum og síðan hafi systir hennar sagt: „Þetta er barnið þitt.“ Móðir Allie segist alla tíð hafa hugsað til dóttur sinnar, og vonað innilega að hún væri hjá fjölskyldu sem veitti henni ást og umhyggju. „Ég vildi ekki þvinga neinu fram, en á hverjum degi vonaði ég og bað að hún myndi finna mig,“ segir hún. Allie segir móður sína hafa kallað sig og systkini sín á fund eftir að Jamee hafði samband, og tjáð þeim gráklökk að árum saman væri hún búin að eiga leyndarmál sem hún hefði ekki þorað að deila með neinum. Allie segist í fyrsta hafa haldið að móðir hennar hefði framið glæp. Hana grunaði aldrei að móðir hennar ætti annað barn. Miklar undirtektir Myndskeiðið af endurfundunum var tekið upp árið 2018 en það var ekki fyrr en í seinasta mánuði að Allie ákvað að birta það á samfélagsmiðlum. Síðan þá hefur myndskeiðið fengið yfir 14 milljón áhorf og í kjölfarið hefur verið fjallað um það í fjölmörgum fjölmiðlum vestanhafs. Hátt í 18 þúsund manns hafa ritað athugasemdir undir færsluna, og margir hafa deilt sínum eigin reynslusögum af ættleiðingu. „Ég vona að sonur minn eigi eftir að finna mig. Ég óska þess á hverju ári, þegar hann á afmæli. Hann verður 29 ára á þessu ári. Ég táraðist við að horfa á þetta,“ skrifar ein kona. Annar netverji skrifar: „Ég er með kökk í hálsinum. Ég á systur sem er fjórum árum eldri en ég. Mamma mín eignaðist hana þegar hún var 16 ára. Hún hugsar stöðugt um hana.“
Bandaríkin Grín og gaman Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira