„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 11:11 Menn velta nú vöngum yfir því hvar hertogahjónin munu sitja og hvaða viðburði þau fá að vera viðstödd. Getty/Andy Stenning Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira