Keppendur kláruðu þrjár vikur í opna hlutanum en nú þarf íþróttafólkið að glíma við æfingar á styttri tíma því það sem tekur við núna er þriggja daga keppni í næsta hluta.
Eftir að úrslitin úr opna hlutanum voru staðfest þá fengu þau sem náðu lágmörkunum þátttökutilkynningu í næsta hluta sem um leið staðfestir viðkomandi í hóp tíu prósent af besta CrossFit fólki heims. Það er því ekki auðvelt að komast áfram úr The Open.
Íslenska fólkið fer í gegnum undankeppni Evrópu og næst á dagskrá er síðan fjórðungsúrslitin sem er líka keppni í gegnum netið og hefst strax eftir aðeins þrjá daga. Keppendur gera þá fimm æfingar á þremur dögum.
Sólveig Sigurðardóttir náði bestum árangri íslensku stelpnanna á The Open í ár en hún endaði í níunda sæti í Evrópu. Á undan henni voru tvær spænskar stelpur, og svo ein frá Ítalíu, Póllandi, Belgíu, Írlandi, Frakklandi og Noregi.
Evrópumeistarinn á The Open í ár varð Elena Carratala Sanahuja frá Spáni en hún endaði á undan Elisu Fuliano frá Ítalúu og Gabrielu Migala frá Póllandi.
Ísland átti alls þrjár CrossFit konur á topp tuttugu í Evrópu en Anníe Mist Þórisdóttir endaði í sextánda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð nítjánda.
Engin önnur náði inn á topp fimmtíu en Sara Sigmundsdóttir endaði í 58. sæti í Evrópu. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefði reyndar endað í 28. sætinu væri hún skráð sem Íslendingur í keppninni en hún keppir fyrir Bandaríkin á þessu tímabili.
Katrín Tanja endaði í 95. sæti í heiminum en varð í 21. sæti í Vesturhluta Norður-Ameríkukeppninnar þar sem leið hennar liggur inn á heimsleikanna í ár.
Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti í The Open í Evrópu en hann varð í 45. sæti á heimsvísu. Evrópumeistarinn varð Reggie Fasa frá Bretlandi en hann varð á undan þeim Aniol Ekai frá Spáni og Alex Kotoulas frá Grikklandi.
Ísland á annars fjölda keppenda í fjórðungsúrslitunum en þangað komust 6015 efstu karlarnir og 3999 efstu konurnar í Evrópu.
Alls komust 69 íslenskar konur og 65 íslenskir karlar áfram í næsta hluta undankeppni heimsleikanna.
Samkvæmt úrslitasíðu CrossFit samtakanna hafa því þessir Íslendingar komist áfram:
- Íslenskar konur í fjórðungsúrslitunum:
- 9 Sólveig Sigurðardóttir
- 16 Anníe Mist Þórisdóttir
- 19 Þuríður Erla Helgadóttir
- 58 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
- 94 Hjördís Óskarsdóttir
- 102 Elin Birna Hallgrimsdóttir
- 149 Steinunn Anna Svansdóttir
- 185 Guðbjörg Valdimarsdóttir
- 235 Andrea Ingibjörg Orradóttir
- 238 Helena Rut Pétursdóttir
- 250 Björk Óðinsdóttir
- 346 Tanja Davíðsdóttir
- 424 Bergrós Björnsdóttir
- 461 Jóhanna Júlia Júlíusdóttir
- 523 Ingunn Lúðvíksdóttir
- 564 Andrea Rún Þorvaldsdóttir
- 581 Rosa Guthny
- 594 Íris Rut Jónsdóttir
- 609 Hrafnhildur Emilía Helgadóttir
- 621 Alma Káradóttir
- 755 Harpa Almarsdóttir
- 856 Anna Kara Eiríksdóttir
- 942 Anna Svavarsdóttir
- 1012 Tinna Marin Sigurdardóttir
- 1028 Guðbjörg Sveinsdóttir
- 1030 Helena Þórhallsdóttir
- 1081 Unnur Ösp Alfreðsdóttir
- 1144 Erla Gudmundsdóttir
- 1182 Íris Dögg Frostadóttir
- 1190 Una Heimisdóttir
- 1223 Heiðrún Gestsdóttir
- 1276 Birta Líf Þórarinsdóttir
- 1346 Disa Edwards
- 1357 Berglind Bjarnadóttir
- 1447 Unnur Magnúsdóttir
- 1450 Hafdís Ýr Óskarsdóttir
- 1458 Björg Hermannsdóttir
- 1578 Elísa Sveinsdóttir
- 1650 Bettý Freyja Ásmundsdóttir
- 1684 Þórunn Katrín Björgvinsdóttir
- 1842 Brynja María Bjarnadóttir
- 2028 Thelma Ósk Björgvinsdóttir
- 2089 Snædís Líf Pálmarsdóttir
- 2324 Thelma Rún Guðjónsdóttir
- 2407 Lydia Kearney
- 2410 Hrund Scheving
- 2477 Salka Katrinsdóttir
- 2556 Snædis Ómarsdóttir
- 2592 Hugrún Björk Jörundardóttir
- 2684 E.Linda Helgadóttir
- 2892 Elísabet Valsdóttir
- 2902 Íris Björnsdóttir
- 2943 Harpa Þrastardóttir
- 2974 Þórhildur Þórarinsdóttir
- 3017 Tinna Maren Ölversdóttir
- 3127 Guðbjörg Ósk Omarsdóttir
- 3142 Viktoría Rós Guðmundsdóttir
- 3339 Karen Ruth Hákonardóttir
- 3431 Kristín Björgvinsdóttir
- 3448 Guðrún Gestsdóttir
- 3455 Birta Hafþórsdóttir
- 3525 Sólrún Kristjánsdóttir
- 3533 Þórhildur Ólöf Sveinbjörnsdóttir
- 3632 Katrín Eva Pálmadóttir
- 3702 Elín Björnsdóttir
- 3721 Eva Dagsdóttir
- 3891 Andrea Olsen
- 3908 Þórhildur Kristbjörnsdóttir
- 3955 Bergrún Gestsdóttir
- -
- Íslenskir karlar í fjórðungsúrslitunum:
- 12 Björgvin Karl Guðmundsson
- 97 Hafsteinn Gunnlaugsson
- 99 Ægir Björn Gunnsteinsson
- 232 Alex Daði Reynisson
- 282 Halldór Karlsson
- 358 Ragnar Ingi Klemenzson
- 404 Birkir Örn Kristjansson
- 442 Bjarni Leifs
- 444 Þorri Þorláksson
- 468 Magnús Aron Sigurdsson
- 521 Davíð Björnsson
- 526 Axel Guðni Sigurdsson
- 556 Þorbjörn Þórðarson
- 566 Þröstur Ólason
- 595 Viktor Ólafsson
- 632 Fannar Hafsteinsson
- 717 Tryggvi Logason
- 791 Lini Linason
- 811 Ingimar Jónsson
- 916 Benedikt Karlsson
- 942 Eiríkur Baldursson
- 957 Finnbogi Leifsson
- 999 Frederik Ægidius
- 1006 Helgi Arnar Jonsson
- 1122 Baldvin Magnusson
- 1184 Hilmar Arnarson
- 1315 Garðar Karl Ólafsson
- 1328 Sindri Freysson
- 1360 Guðmundur Gunnarsson
- 1758 Böðvar Tandri Reynisson
- 2234 Adam Jarron
- 2300 Þórir Geir Gudmundsson
- 2350 Andreas Blensner
- 2411 Ýmir Guðmundsson
- 2429 Gisli Unnarsson
- 2519 Rúnar Kristinsson
- 2589 Sigurður Einarsson
- 2709 Ari Tómas Hjálmarsson
- 2925 Einar Hansberg
- 2936 Daði Hlífarsson
- 3133 Daði Heimisson
- 3350 Ægir Reynisson
- 3579 Haukur Færseth
- 3622 Arnar Bjarki Kristjánsson
- 3627 Mareks Perkons
- 3636 Kristinn Jens Bjartmarsson
- 3718 Hörður Ingi Helenuson
- 3757 Þór Ríkharðsson
- 3882 Sigmar Egill Baldursson
- 4140 Benedikt Jónsson
- 4151 Bergsveinn Hafliðason
- 4296 Jóhann Friðrik Haraldsson
- 4319 Óskar Örn Eyþórsson
- 4490 Grimur Thor
- 4621 Davíð Gunnarsson
- 4870 Arngrímur Arngrímsson
- 5112 Sigurður Seán Sigurðsson
- 5130 Orri Davíðsson
- 5203 Jón Kristján Jónsson
- 5482 Bjarki Kristjansson
- 5558 Magnus Grétar Kjartansson
- 5729 Leifur Hardarson
- 5824 Einar Guðni Guðjónsson
- 5841 Gunnar Snær Þórðarson
- 5847 Ásgeir Kristjánsson
- 5855 Gunnar Karl Gunnarsson