Nauðsyn en ekki forréttindi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 12. mars 2023 16:30 Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi. Fyrir mörg okkar eru það ákveðin forréttindi að geta til dæmis ferðast erlendis eða farið út að borða reglulega. Fyrir önnur eru það forréttindi hér á Íslandi að geta átt hlýjan fatnað. Því miður er nokkuð stór hópur fólks hér á landi sem hefur ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði. Þessi hópur ferðast iðulega með almenningssamgöngum eða fótgangandi og leitar að hlýjum fatnaði í verslunum með notuð föt. Þessi hópur á það líka sameiginlegt að geta ekki leyft sér að fara út að borða og þurfa margir hverjir að leita á náðir hjálparsamtaka til að geta borðað yfir mánuðinn. Sjálf þekki ég til einstaklinga sem fengu hlýjan fatnað, sundföt og fleira til daglegrar notkunar fyrir tilstilli náungakærleika hins almenna borgara og hjálparsamtaka. Ímyndaðu þér hversu margir það eru hér á landi sem eiga ekki efni á hlýjum vetrarfatnaði! Samkvæmt nýlegum fréttum búa um tíu þúsund börn við fátækt á Íslandi og fjölgar á milli ára. Með tilliti til þess er ljóst að það skiptir sköpum að framvegis verði hugað betur að þeim sem búa við fátækt. Baráttan gegn fátækt er að sjálfsögðu flókið verkefni en hægt er að útfæra ólíkar leiðir í átt að því að stemma stigu gegn henni. Sem betur fer er mögulegt að taka skref í átt að betra samfélagi. Sveitarfélög geta til dæmis í meiri mæli boðið upp á upphituð strætóskýli yfir vetrarmánuðina og lagt áherslu á að styðja þá sem standa höllum fæti einhverra hluta vegna og eiga ekki hlýjan fatnað. Þá getur almenningur lagt sitt af mörkum. Til dæmis er hægt að gefa fatnað í gáma Hjálpræðishersins í Reykjavík að Suðurlandsbraut 72, sem nýtast mun ýmsum sem þurfa á hlýjum fatnaði að halda. Ljósmæðrafélag Íslands hefur að undanförnu auglýst eftir ungbarnafatnaði, því vegna fátæktar er nokkuð um að börn fæðist hérlendis án þess að hlý föt séu til staðar. Sömuleiðis hvet ég útivistarfyrirtæki og aðrar verslanir til að gefa hlýjan fatnað til hinna ýmsu hjálparsamtaka. Ég tel að hlýr fatnaður sé nauðsyn en ekki forréttindi hér á landi og vil ég með þessum skrifum hvetja þig til að gefa fatnað til góðs. Hann mun svo sannarlega létta öðrum lífið í þeim vetrarkulda sem dynjar á þessa dagana! Höfundur er Reykvíkingur
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun