Að anda í bréfpoka Sigmar Guðmundsson skrifar 10. mars 2023 07:00 Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Krónuhelsið er ekki lögmál. Íslenskur almenningur á ekki að þurfa að fara með æðruleysisbænina á hverjum vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans. Enn síður eigum við það skilið að þurfa að anda í bréfpoka í hvert sinn sem við borgum fyrir matarkörfuna í Krónunni. Og síðast af öllu þurfum við stjórnmálamenn sem eru svo vanmáttugir gagnvart þessu að þeir kjósa meðvitað að viðurkenna ekki vandann. Okkur Íslendingum er gjarnan talin trú um að það sé sérstök gæfa fyrir okkur að hafa íslensku krónuna. Hún veiti sveigjanleika sem sé dýrmætur og mikilvægari en lægri vextir og verðbólga. Nú er stutt þangað til Seðlabankinn hækkar vexti enn eina ferðina. Um það virðast allir sérfræðingar sammála. Þá fáum við beint í æð, í tólfta sinn í röð, að finna fyrir þessum stórbrotna sveigjanleika krónuhagkerfisins. Eru ekki allir peppaðir fyrir því? Partí, glimmer og stuð? Varla. Ein afleiðingin af þessu vaxtabrjálæði sem Íslendingum er boðið upp á, í nafni sveigjanleikans, er sú að afborganir hækka stjórnlaust af húsnæðislánum okkar. Eða að lánin bólgna út í verðtryggingunni og hækka helling þrátt fyrir skilvísar afborganir. Þannig er það ekki í nágrannalöndunum. Þar borga menn hóflega vexti af sínum lánum og búa við miklu meiri fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. Er þetta einhver sturlun í okkur Íslendingum að sættast á þetta kerfi sem keyrir okkur reglulega í kaf? Nei þetta er ofur einfaldlega eina leiðin fyrir flest venjulegt fólk að eignast húsnæði. Og hver er útkoman? Hún er sú að íslenskur vaxtaþræll borgar miklu meira í húsnæðisvexti á sinni ævi en Jörgen gerir í Danmörku eða Sebastian í Svíþjóð. Þetta eru óheyrilegar fjárhæðir fyrir venjulegt fólk. Hleypur jafnvel á tugum milljóna þegar lánið er verðtryggt til 40 ára. Þetta borgar Jón Jónsson fyrir þennan margumtalaða sveigjanleika. Sveigjanleika sem er ekkert annað en pínulítill gjaldmiðill að leiðrétta vandræði og vont ástand sem hann skapaði sjálfur. Sveigjanleikinn er sveiflan til baka úr sjálfsköpuðum hörmungum. Þeir sem trúa á þennan sveigjanleika eru í raun að fagna brennuvarginum sem kveikti í, en mætti svo síðar með vatnsglas til að skvetta á eldinn. Við sem gagnrýnum þetta galna fyrirkomulag viljum hins vegar taka brennuvarginn úr umferð. En hvað kostar þessi grútmyglaði sveigjanleiki íslenska ríkið? Það er hægt að reikna út frá vaxtamun krónunnar og evru. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi vaxtamunur verið fjögur til sex prósent. Út frá skuldum ríkisins má því ætla, varlega, að ríkissjóður sé að borga um 60 – 70 milljarða á ári fyrir krónuna. Skuggaleg fjárhæð, og hér er ekki tekið tillit til skulda sveitarfélaga, heimila eða fyrirtækja. Ríkissjóður gæti gert margt fyrir þessa fjárhæð. Til að mynda greitt öll laun starfsfólks Landsspítalans, tvöfaldað þá upphæð sem rennur í vegaframkvæmdir á ári hverju eða staðið straum af öllum kostnaði við sjúkratryggingar. Meirihluti fjárlaganefndar gæti jafnvel styrkt 600 fjölmiðla á landsbyggðinni um 100 milljónir hvern, ef út í það færi. Á hverju einasta ári. Krónuhelsið er ekki lögmál heldur pólitísk stefna. Krónuhelsið er ákvörðun um að Íslendingar búi við verri lífskjör en þeir þyrftu. Við stöndum vel, en það er efnahagslegt metnaðarleysi að stefna ekki hærra með stöðugri efnahag. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun