Önnur ólétt CrossFit stórstjarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 08:31 Kara Saunders með dóttur sinni Scottie. Nú verður hún stóra systir. Instagram/@karasaundo Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er ólétt af fyrsta barni sínu en hún er ekki eina stórstjarna CrossFit sem mun missa af heimsleikunum í ár vegna fjölgunnar í fjölskyldunni. Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Landa hennar Toomey, Kara Saunders, tilkynnti á dögunum ástæðuna fyrir því að hún tók ekki þátt í The Open í ár. Saunders gaf það loksins út að hún sé ófrísk og eigi von á barni seinna á þessu ári. Saunders vakti mikla athygli þegar hún varð ólétt í fyrsta skiptið en hún eignaðist þá Scottie 2019 og kom mjög sterk til baka og náði áttunda sætinu á heimsleikunum 2020. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Hún missti ekki af The Open það ár og þetta verður því fyrsta Open sem Kara missir af frá árinu 2011. Anníe Mist gerði síðan enn ótrúlegri hluti en Kara Saunders þegar hún komst á verðlaunapall innan við ári eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Endurkoma Köru hafði samt örugglega góð áhrif á trú Anníe að það væri hægt að koma svona hratt til baka. Scottie hefur verið dugleg að æfa með móður sinni og var fljót að verða lítil stjarna í CrossFit heiminum. Kara er mjög dugleg að sýna frá lífi sínu á samfélagsmiðlum sem hjálpar mikið til. Það er því ljóst að tvær stórstjörnur verða í barneignarfríi á þessu ári. Saunders var fyrir komu Toomey besta CrossFit kona Ástrala en hún varð ástralskur Open meistari frá 2015 til 2018. Hún hefur alls keppt sjö sinnum á heimsleikunum og náði best öðru sætinu árið 2017. Það hefur enginn átti möguleika eftir að Toomey sprakk út en Tia-Clar vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðasta ári. Nú hefur glugginn aftur á móti opnast fyrir aðra CrossFit konu að komast að. Það gæti reyndar orðið breyting á því. Toomey hefur verið að gera æfingarnar á The Open og sýnir það hversu öflug hún er þrátt fyrir stóru kúluna. Hver veit nema að það verði eitt laust boðsæti á heimsleikana í haust en það væri nú ekki sanngjarnt þó að þú sért sexfaldur meistari. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo)
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira