Aldrei meiri fjölgun íbúa Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 10:44 Um 63 prósent íbúa Íslands eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vísir/Hanna Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar. Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira