Aldrei meiri fjölgun íbúa Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2023 10:44 Um 63 prósent íbúa Íslands eru á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vísir/Hanna Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar. Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa. Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Mannfjöldi á Íslandi var 387.758 1. janúar, 11.510 fleiri en 1. janúar árið 2022 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Tölur um mannfjölda ná aftur til ársins 1734 og hefur íbúum landsins aldrei fjölgað jafnmikið á einu ári og í fyrra. Karlar voru 199.826 en konur 187.800. Þau sem voru skráð kynsegin eða annað voru 132, 0,03 prósent mannfjöldans, og fjölgaði um 80,8 prósent á milli ára. Hlutfallslega mesta fjölgunin var á Suðurnesjum þar sem íbúum fjölgaði um 6,7 prósent, 1.941 mann, á milli ára. Fjölgunin á Suðurlandi var einnig yfir landsmeðaltali, 4,2 prósent. Á Vesturlandi fjölgaði íbúum um 3,1 prósent en 2,8 prósent (6.651 mann) á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgunin var undir meðaltali á Vestfjörðum, 2,4 prósent, Norðurlandi eystra, tvö prósent, og Austurlandi, 1,8 prósent. Minnst fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra, aðeins um 0,4 prósent, alls 27 einstaklinga. Meira en 240.000 manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu Íbúum fækkaði í átta sveitarfélögum af 64 í fyrra. Sveitarfélögunum sjálfum fækkaði um fimm. Í 29 sveitarfélögum voru íbúar færri en þúsund en í ellefu voru þeir fimm þúsund eða fleiri. Reykjavík var fjölmennsta sveitarfélagið með 139.875 íbúa í fyrra. Árneshreppur á Ströndum var það fámennstasta með 47 íbúa. Um 63 prósent íbúa landsins bjuggu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, alls 242.995 manns. Svæðið er skilgreint sem samfelld byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík þar sem 21.950 manns bjuggu og á Akureyri og nágrenni með 19.887 manns. Í strjálbýli bjuggu 22.752 manns eða 5,9 prósent íbúa Íslands. Strjálbýli er skilgreint sem sveit eða byggðakjarni með færri en tvö hundruð íbúa.
Mannfjöldi Innflytjendamál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira