Körfubolti

Draymond fór í fýlu inn á vellinum í miðjum NBA-leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Draymond Green er leiðtogi Golden State Warriors liðsins en hefur átt mjög furðulegt tímabil.
Draymond Green er leiðtogi Golden State Warriors liðsins en hefur átt mjög furðulegt tímabil. Getty/ David Berding

Draymond Green á að vera einn reyndasti leikmaður Golden State Warriors en gerðist sekur um að hafa sér eins og smákrakki í tapleik liðsins á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta.

Titilvörn Golden State er ekki að ganga eins vel og margir bjuggust en liðið tapaði þarna sínum öðrum leik í röð eftir að hafa steinlegið á móti Los Angeles Lakers liðinu í leiknum á undan.

Lykilmenn eins og Stephen Curry hafa verið mikið meiddir og þá virðist leiðtoginn Draymond Green vera í litlu jafnvægi.

Green fór þannig í fýlu í miðjum leik á móti Thunder þegar Jordan Poole gaf ekki boltann á hann. Green sveiflaði höndum og hætti síðan að spila. Sending sem átti að fara á hann fór því beint í hendur mótherjanna.

Green var hvergi sjáanlegur þegar Thunder liðið fór í sókn og það var ótrúlegt að sjá reynslubolta og atvinnumann hafa sér svona.

Þetta minnti líka á annað atvik á milli Green og Poole. Það varð frægt fyrir tímabil þegar Green rést á liðsfélaga sinn Poole í æfingabúðum liðsins. Green var sendur í leyfi en kom fljótlega aftur til baka.

Steve Kerr talaði um það eftir leik að liðið hafi farið úr sambandi eftir þetta fýlukast Green sem kom í öðrum leikhluta.

Það má sjá þetta atvik með því að fletta í færslunni hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×