Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Smári Jökull Jónsson skrifar 8. mars 2023 23:30 Ja Morant sleppur með skrekkinn eftir atvikið á næturklúbbnum. Vísir/Getty Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023 NBA Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Morant komst í fréttirnar á dögunum eftir að birt myndband á Instagram frá næturklúbbi en þar sást hann með skammbyssu. Atvikið átti sér stað á nektarstað snemma á laugardagsmorgun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á atvikinu og hefur ekki æft né spilað með liði Grizzlies síðan þá. Í yfirlýsingu Grizzlies í dag segir að hann verði ekki með liðinu í að minnsta kosti næstu fjórum leikjum sem þýðir að hann snýr í fyrsta lagi aftur 17. mars þegar liðið mætir San Antonio Spurs. Lögreglan í Glendale í Colorado-fylki sagði að hún hefði lokið rannsókn málsins eftir að hafa fengið tilkynningu um myndbandið. Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að ekki hafi verið nægilega góð sönnunargögn til staðar. „Lögreglan í Glendale gat ekki staðfest að til staðar væru nægilega góð sönnunargögn svo hægt væri að leggja fram ákæru. Vert er að taka fram að lögreglan fékk enga ósk um aðstoð á næsturklúbbnum vegna vopns. Engin tilkynning barst og engir gestir næturklúbbsins lögðu fram kvörtun. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að engum var ógnað með byssunni og í raun fannst aldrei nein byssa.“ Reglur NBA-deildarinnar banna leikmönnum að bera byssur á meðan þeir eru á svæði liða sinna eða að sinna erindum liðsins. Í Colorado er leyfilegt að bera vopn þó á því séu undantekningar. Til dæmis er bannað að bera vopn undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu er óljóst hvort Morant var undir áhrifum áfengis en þar sjást aðrir í hans félagsskap með drykki. Óljóst er hvort NBA-deildin mun aðhafast frekar í málinu en líklegast er að Morant hafi sloppið með skrekkinn en hann er lykilmaður í sterku liði Grizzlies sem situr sem stendur í þriðja sæti Vesturdeildar NBA. Just in: Glendale, Colorado police has closed its investigation into Grizzlies star Ja Morant with no charge or crime: There was not enough available evidence to charge anyone with a crime. Full release: pic.twitter.com/Ng0uYdoLpp— Shams Charania (@ShamsCharania) March 8, 2023
NBA Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti