Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. mars 2023 07:00 Erla María Sigurðardóttir mannauðsstjóri Krónunnar segir starfsþróun færast í aukana hjá Krónunni í þeim hópi starfsfólks sem er af erlendum uppruna. Alls er sá hópur frá 45 löndum. Flestir frá Póllandi, því næst Venesúela en þriðji fjölmennasti hópurinn er frá Litháen. Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. „Starfsþróunin gæti til dæmis falið í sér að færa sig úr almennu verslunarstarfi yfir í að vera ábyrgur starfsmaður fyrir grænmetisdeild eða mjólkurvöru Sem þýðir að við bætist umsjón með til dæmis gæðum, pöntunum, reikningum og fleira. Næst er það kannski að gerast vaktstjóri, sem felur í sér mannaforráð í merkingunni að skipuleggja og manna vaktir og stöður. Loks eru það stöðugildi aðstoðarverslunarstjóra eða verslunarstjóra . Á Granda er verslunarstjórinn okkar til dæmis frá Úkraínu og aðstoðarverslunarstjórinn frá Póllandi.“ Ríflega 20% vinnuafls á Íslandi er starfsfólk af erlendu bergi brotið. Fyrirséð er að fleira fólk þarf að utan til að manna öll störf á Íslandi næstu árum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um aðlögun og uppbyggingu fjölmenningavinnustaða. Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni Í Krónunni starfa 1147 starfsmenn. Þar af eru 240 starfsmenn af erlendum uppruna eða tæp 21%. „Þetta hlutfall er reyndar nær þriðjungi ef við horfum aðeins til þess hóps starfsfólks sem er fastráðið. Hlutfallið lækkar í þessi rúm tuttuguprósent þegar hlutastarfsfólk er talið með en hér starfa til dæmis margir skólakrakkar,“ segir Erla. Og það er óhætt að segja að um fjölmenningarvinnustaðamenningu sé að ræða innan Krónunnar. „Starfsfólkið okkar er frá 45 löndum. Flestir eru frá Póllandi, en síðan fólk frá Venesúela og í þriðja sæti er fólk frá Litháen.“ Erla segir mikið virði í því að vera með fjölbreyttan vinnustað þar sem einstaklingar af ólíkum bakgrunni fái að njóta sín. „Við erum að tala um fjölmennan hóp framlínufólks auk starfa sem kalla ekkert endilega á að fólk þurfi að kunna íslenskuna upp á hár,“ segir Erla en bætir við: En þótt talað sé um framlínustörf í matvöruverslunum held ég samt að margir átti sig ekki á því hvað verslunarstörfin fela í rauninni ótrúlega mikið í sér. Að vinna í verslun er hörkuvinna og að mínu mati vanmetin af alltof mörgum.“ Aðspurð um helstu lykilatriði sem fylgja því að byggja upp fjölmenningarsamfélag á vinnustað segir Erla. „Stóra atriðið er að tryggja að allar upplýsingar séu skiljanlegar og aðgengilegar öllum. Þegar að ég byrjaði hér árið 2016 var það ekki svo. Í dag er staðan önnur og er meðal annars allt okkar efni fyrir starfsmenn á íslensku, pólsku og ensku.“ Mikil umræða hefur verið um íslenskukennslu fyrir starfsmenn af erlendum uppruna og þá helst að kennslan fari fram á vinnutíma. Hvernig er staðan á þeim málum hjá ykkur? Við hvetjum okkar starfsfólk til að læra íslensku og styrkjum þá sem hafa áhuga á íslenskukennslu Hingað til hafa námskeiðin farið fram utan vinnutíma og hefur það ekki verið stefnan hingað til að hægt sé að sækja námskeið á vinnutíma.“ Erla segir fræðslu og upplýsingamiðlun mikilvæga og hjá Krónunni er allt efni á íslensku, pólsku og ensku. Þá þurfi að huga að menningarmismun. Íslendingar hugsi alltaf þetta reddast, á meðan fólk af erlendum uppruna getur upplifað marga hluti öðruvísi.Vísir/Vilhelm Uppskera margfalt til baka Erla segir að það séu tækifæri og áskoranir fólgnar í fjölbreytileika og sístækkandi hóp starfsfólks af erlendum uppruna. „Að vera með starfsfólk af erlendum uppruna þýðir til dæmis að það þarf að huga betur að öllum þáttum sem tengjast fræðslu. Hvort sem það er nýliðafræðsla, öryggisfræðsla eða einhver önnur fræðsla. Við þýðum allt efni en stundum þarf líka að taka tillit til þess að sumt fólk talar ekki mikið ensku né skilur.“ Þau mál sem Erla segir að séu líklegust til að koma upp innan vinnustaða þar sem hluti starfsfólks er af erlendum uppruna, snúa flest að samskiptum. „Menning okkar er ólík. Íslendingar hugsa bara þetta reddast, á meðan aðrar þjóðir upplifa hlutina mögulega öðruvísi. Sumir eru vanir meiri stéttaskiptingu og fleira. Það sem við ákváðum að gera var að fá utanaðkomandi ráðgjafa, Moniku Katarzynu Waleszczynska hjá Attentus, til að vinna með okkur og aðstoða við skilning og nálgun þegar kemur að menningarmismun.“ Erla segir það líka hafa skilað sér til Krónunnar að vera með stækkandi hóp góðra starfsmanna sem koma annars staðar frá. „Oft ráðum við starfsfólk sem er þegar tengt öðru starfsfólki hjá okkur. Til dæmis vinir eða vandamenn sem eru þá að flytja til Íslands. Þegar svo er, þarf að stíga inn í aðstoðina á fyrri stigum, tryggja atvinnuleyfi og fleira,“ segir Erla og bætir við að Krónan sé í góðu samstarfi með öllum stofnunum sem mögulega tengjast starfsráðningum sem þessum. Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og svo framvegis. „Mál geta líka verið svo ólík á milli fólks. Það hvernig einstaklingur sem er að flytja til Íslands ber sig að til að fá atvinnuleyfi er allt annað en flóttamaður sem er á Íslandi að taka sín fyrstu skref. Það er hins vegar gott fyrir vinnustaði að vera sem best upplýst um það hvernig málin ganga almennt fyrir sig. Erla segir það ákveðna naflaskoðun fyrir fyrirtæki hvernig þau standa að því að aðstoða starfsfólk af erlendum uppruna eða byggja upp fjölmenningarvinnustað. Að mínu mati er fjölmenning innan fyrirtækja ákveðin birtingarmynd af samfélagslegri ábyrgð. En okkar reynsla er líka sú að það að leggja okkur fram við gagnvart þessum hópi starfsfólks er einfaldlega eitthvað sem skilar sér margfalt til baka. Við uppskerum af þessu sjálf sem fyrirtæki og sjáum það líka í mælingum um starfsánægju og fleira að þessi vinna er að skila sér.“ Stjórnun Innflytjendamál Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Íslensk tunga Tengdar fréttir Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2. mars 2023 10:27 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Starfsþróunin gæti til dæmis falið í sér að færa sig úr almennu verslunarstarfi yfir í að vera ábyrgur starfsmaður fyrir grænmetisdeild eða mjólkurvöru Sem þýðir að við bætist umsjón með til dæmis gæðum, pöntunum, reikningum og fleira. Næst er það kannski að gerast vaktstjóri, sem felur í sér mannaforráð í merkingunni að skipuleggja og manna vaktir og stöður. Loks eru það stöðugildi aðstoðarverslunarstjóra eða verslunarstjóra . Á Granda er verslunarstjórinn okkar til dæmis frá Úkraínu og aðstoðarverslunarstjórinn frá Póllandi.“ Ríflega 20% vinnuafls á Íslandi er starfsfólk af erlendu bergi brotið. Fyrirséð er að fleira fólk þarf að utan til að manna öll störf á Íslandi næstu árum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um aðlögun og uppbyggingu fjölmenningavinnustaða. Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni Í Krónunni starfa 1147 starfsmenn. Þar af eru 240 starfsmenn af erlendum uppruna eða tæp 21%. „Þetta hlutfall er reyndar nær þriðjungi ef við horfum aðeins til þess hóps starfsfólks sem er fastráðið. Hlutfallið lækkar í þessi rúm tuttuguprósent þegar hlutastarfsfólk er talið með en hér starfa til dæmis margir skólakrakkar,“ segir Erla. Og það er óhætt að segja að um fjölmenningarvinnustaðamenningu sé að ræða innan Krónunnar. „Starfsfólkið okkar er frá 45 löndum. Flestir eru frá Póllandi, en síðan fólk frá Venesúela og í þriðja sæti er fólk frá Litháen.“ Erla segir mikið virði í því að vera með fjölbreyttan vinnustað þar sem einstaklingar af ólíkum bakgrunni fái að njóta sín. „Við erum að tala um fjölmennan hóp framlínufólks auk starfa sem kalla ekkert endilega á að fólk þurfi að kunna íslenskuna upp á hár,“ segir Erla en bætir við: En þótt talað sé um framlínustörf í matvöruverslunum held ég samt að margir átti sig ekki á því hvað verslunarstörfin fela í rauninni ótrúlega mikið í sér. Að vinna í verslun er hörkuvinna og að mínu mati vanmetin af alltof mörgum.“ Aðspurð um helstu lykilatriði sem fylgja því að byggja upp fjölmenningarsamfélag á vinnustað segir Erla. „Stóra atriðið er að tryggja að allar upplýsingar séu skiljanlegar og aðgengilegar öllum. Þegar að ég byrjaði hér árið 2016 var það ekki svo. Í dag er staðan önnur og er meðal annars allt okkar efni fyrir starfsmenn á íslensku, pólsku og ensku.“ Mikil umræða hefur verið um íslenskukennslu fyrir starfsmenn af erlendum uppruna og þá helst að kennslan fari fram á vinnutíma. Hvernig er staðan á þeim málum hjá ykkur? Við hvetjum okkar starfsfólk til að læra íslensku og styrkjum þá sem hafa áhuga á íslenskukennslu Hingað til hafa námskeiðin farið fram utan vinnutíma og hefur það ekki verið stefnan hingað til að hægt sé að sækja námskeið á vinnutíma.“ Erla segir fræðslu og upplýsingamiðlun mikilvæga og hjá Krónunni er allt efni á íslensku, pólsku og ensku. Þá þurfi að huga að menningarmismun. Íslendingar hugsi alltaf þetta reddast, á meðan fólk af erlendum uppruna getur upplifað marga hluti öðruvísi.Vísir/Vilhelm Uppskera margfalt til baka Erla segir að það séu tækifæri og áskoranir fólgnar í fjölbreytileika og sístækkandi hóp starfsfólks af erlendum uppruna. „Að vera með starfsfólk af erlendum uppruna þýðir til dæmis að það þarf að huga betur að öllum þáttum sem tengjast fræðslu. Hvort sem það er nýliðafræðsla, öryggisfræðsla eða einhver önnur fræðsla. Við þýðum allt efni en stundum þarf líka að taka tillit til þess að sumt fólk talar ekki mikið ensku né skilur.“ Þau mál sem Erla segir að séu líklegust til að koma upp innan vinnustaða þar sem hluti starfsfólks er af erlendum uppruna, snúa flest að samskiptum. „Menning okkar er ólík. Íslendingar hugsa bara þetta reddast, á meðan aðrar þjóðir upplifa hlutina mögulega öðruvísi. Sumir eru vanir meiri stéttaskiptingu og fleira. Það sem við ákváðum að gera var að fá utanaðkomandi ráðgjafa, Moniku Katarzynu Waleszczynska hjá Attentus, til að vinna með okkur og aðstoða við skilning og nálgun þegar kemur að menningarmismun.“ Erla segir það líka hafa skilað sér til Krónunnar að vera með stækkandi hóp góðra starfsmanna sem koma annars staðar frá. „Oft ráðum við starfsfólk sem er þegar tengt öðru starfsfólki hjá okkur. Til dæmis vinir eða vandamenn sem eru þá að flytja til Íslands. Þegar svo er, þarf að stíga inn í aðstoðina á fyrri stigum, tryggja atvinnuleyfi og fleira,“ segir Erla og bætir við að Krónan sé í góðu samstarfi með öllum stofnunum sem mögulega tengjast starfsráðningum sem þessum. Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og svo framvegis. „Mál geta líka verið svo ólík á milli fólks. Það hvernig einstaklingur sem er að flytja til Íslands ber sig að til að fá atvinnuleyfi er allt annað en flóttamaður sem er á Íslandi að taka sín fyrstu skref. Það er hins vegar gott fyrir vinnustaði að vera sem best upplýst um það hvernig málin ganga almennt fyrir sig. Erla segir það ákveðna naflaskoðun fyrir fyrirtæki hvernig þau standa að því að aðstoða starfsfólk af erlendum uppruna eða byggja upp fjölmenningarvinnustað. Að mínu mati er fjölmenning innan fyrirtækja ákveðin birtingarmynd af samfélagslegri ábyrgð. En okkar reynsla er líka sú að það að leggja okkur fram við gagnvart þessum hópi starfsfólks er einfaldlega eitthvað sem skilar sér margfalt til baka. Við uppskerum af þessu sjálf sem fyrirtæki og sjáum það líka í mælingum um starfsánægju og fleira að þessi vinna er að skila sér.“
Stjórnun Innflytjendamál Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Íslensk tunga Tengdar fréttir Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01 Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2. mars 2023 10:27 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 „Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. 8. mars 2023 07:01
Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2. mars 2023 10:27
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
„Þarna erum við með risastóran hóp sem hefur bara gleymst að tala við“ Fyrirtæki og stofnanir eru að gleyma að tala við fjölmennan hóp Íslendinga. 18. mars 2022 07:00