Það voru þeir Jordan Smylie og Sindri Þór Guðmundsson sem sáu um markaskorun Keflvíkinga í fyrri hálfleik eftir að Bjarni Gunnarsson hafði komið Fjölnismönnum í forystu snemma leiks.
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Jóhann Þór Arnarsson og Sami Kamel bættu svo sínu markinu hver við fyrir Keflavík í síðari hálfleik og breyttu stöðunni í 5-1. Fjölnismenn gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn niður í 5-4 með mörkum frá Júlíusi Mar Júlíussyni, Árna Steini Sigursteinssyni og Arnari Ragnars Guðjohnsen, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 5-4 sigur Keflvíkinga.
Þá skoruðu þeir Benedikt Darius Garðarsson og Pétur Bjarnason mörk Fylkismanna er liðið vann 2-1 sigur gegn Þrótti. Guðmundur Axel Hilmarsson skoarði mark Þróttara.
Að lokum sákoruðu þeir Rafael Alexandre Romao Victor og Oumar Diouck tvö mörk hvor fyrir Njarðvíkinga eftir að Patrekur Orri Guðjónsson hafði komið Aftureldingu í forystu um miðjan fyrri hálfleikinn.