„Bæði æðislegt og súrrealískt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. mars 2023 17:01 Hljómsveitin Inspector Spacetime var að senda frá sér lagið Kysstu mig ásamt Unnsteini. Aðsend Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM þessa vikuna með nýja smellinn Vinn við það. Söngvakeppnis stjarnan Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið Power, sem hún flytur á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld. Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var lagið Kysstu mig tekið fyrir en flytjendur eru stuðsveitin Inspector Spacetime og Unnsteinn Manúel. Inspector Spacetime er búin að stimpla sig inn í íslensku tónlistarsenuna á síðustu árum og eru lög sveitarinnar vinsæl á dansgólfum landsins. Föstudaginn 24. febrúar kom lagið Kysstu mig út þar sem Inspector Spacetime gengur í eina sæng með margrómaða tónlistarmanninum Unnsteini Manúel. „Við höfðum lengi verið spennt fyrir hugmyndinni að einhverju samstarfi,“ segja meðlimir Inspector Spacetime í samtali við blaðamann. Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli.Aðsend „Við pældum í mörgum en það var ekki fyrr en einhver minntist á Unnstein þegar allt small saman. Við ákváðum að heyra bara í honum, spurðum hvort hann hafði áhuga og sendum demó. Hann sýndi mikinn áhuga frá byrjun sem gerði okkur mun spenntari fyrir laginu, þar sem við vorum mögulega að fara fá Icelandic pop legend sem okkar fyrsta feature. Stuttu síðar var hann kominn í stúdíóið til okkar sem var bæði æðislegt og súrrealískt. Það gekk ótrúlega vel og það var mjög þægilegt og skemmtilegt að vinna með honum. Að heyra manninn radda sjálfan sig var ótrúlegt.“ Þau segja lagið í grunninn algjört ástar popplag í svokölluðum jungle búning. „Þetta er kraftmikið lag til að öskur syngja með á góðu dansgólfi. Við gerðum nokkrar tilraunir með lagið, prófuðum til dæmis að gera 80's útgáfu, en enduðum síðan á þessu og við elskum það.“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari stuðsveit en ásamt því að vera að spila á fullu eru þau að klára breiðskífu og plana túr. „Líkt og fyrri verk okkar er væntanleg plata ástaróður til danstónlistarhefðarinnar,“ segja þau að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Tónlist Íslenski listinn FM957 Tengdar fréttir Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. 25. febrúar 2023 17:00 Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans. 18. febrúar 2023 17:00 Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. 4. febrúar 2023 17:01 Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert var lagið Kysstu mig tekið fyrir en flytjendur eru stuðsveitin Inspector Spacetime og Unnsteinn Manúel. Inspector Spacetime er búin að stimpla sig inn í íslensku tónlistarsenuna á síðustu árum og eru lög sveitarinnar vinsæl á dansgólfum landsins. Föstudaginn 24. febrúar kom lagið Kysstu mig út þar sem Inspector Spacetime gengur í eina sæng með margrómaða tónlistarmanninum Unnsteini Manúel. „Við höfðum lengi verið spennt fyrir hugmyndinni að einhverju samstarfi,“ segja meðlimir Inspector Spacetime í samtali við blaðamann. Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli.Aðsend „Við pældum í mörgum en það var ekki fyrr en einhver minntist á Unnstein þegar allt small saman. Við ákváðum að heyra bara í honum, spurðum hvort hann hafði áhuga og sendum demó. Hann sýndi mikinn áhuga frá byrjun sem gerði okkur mun spenntari fyrir laginu, þar sem við vorum mögulega að fara fá Icelandic pop legend sem okkar fyrsta feature. Stuttu síðar var hann kominn í stúdíóið til okkar sem var bæði æðislegt og súrrealískt. Það gekk ótrúlega vel og það var mjög þægilegt og skemmtilegt að vinna með honum. Að heyra manninn radda sjálfan sig var ótrúlegt.“ Þau segja lagið í grunninn algjört ástar popplag í svokölluðum jungle búning. „Þetta er kraftmikið lag til að öskur syngja með á góðu dansgólfi. Við gerðum nokkrar tilraunir með lagið, prófuðum til dæmis að gera 80's útgáfu, en enduðum síðan á þessu og við elskum það.“ Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari stuðsveit en ásamt því að vera að spila á fullu eru þau að klára breiðskífu og plana túr. „Líkt og fyrri verk okkar er væntanleg plata ástaróður til danstónlistarhefðarinnar,“ segja þau að lokum. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Tónlist Íslenski listinn FM957 Tengdar fréttir Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. 25. febrúar 2023 17:00 Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans. 18. febrúar 2023 17:00 Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. 4. febrúar 2023 17:01 Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. 25. febrúar 2023 17:00
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór í topp fimm Það má með sanni segja að Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór séu með þekktari tónlistarmönnum okkar Íslendinga en síðasta samstarfsverkefni þeirra var lagið Vinn við það. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 í síðustu viku og hefur nú stokkið beint í fimmta sæti listans. 18. febrúar 2023 17:00
Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. 4. febrúar 2023 17:01
Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00