Stjörnurnar vilji ekki tengja sig við konunginn Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 23:45 Elton John, Adele og Harry Styles eru á meðal þeirra sem eru sögð hafa afþakkað boð um að spila fyrir Karl konung. Getty/Max Mumby/Karwai Tang/Michael Buckner/Rob Ball Það virðist ekki ganga alveg nógu vel að finna tónlistarfólk til að koma fram á krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Stórstjörnur á borð við Elton John, Adele og Harry Styles eru til að mynda sagðar hafa afþakkað boð um að spila fyrir konunginn. Simon Jones, sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi fyrir ýmsa fræga Breta, telur að hægt sé að rekja ástæðuna fyrir þessu til þess hve umdeild konungsfjölskyldan hefur orðið á síðustu árum. „Konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda skandala að undanförnu. Allir sem koma fram á athöfninni þurfa að hafa í huga hvort það myndi valda bakslagi meðal sinna aðdáenda,“ er haft eftir Jones í umfjöllun Rolling Stone um málið. Tónlistarfólkið telji að það sé ekki í þeirra hag að tengja sig við Karl konung á þessum tíma ferilsins. „Fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans“ Annar fjölmiðlafulltrúi sem rætt er við segir stjörnurnar ekki vera vissar um að þær vilji að nöfn sín séu skrifuð í sögubækurnar í kringum umfjöllun um Karl konung. Fjölmiðlafulltrúinn, sem kölluð er Meg sökum þess að hún vill ekki að fullt nafn sitt sé gefið upp, segir þá að það sé mikill munur á móður Karls og honum sjálfum. „Elísabet II Bretlandsdrottning var glæsileg og heillandi fyrir sumum. Karl bætir ekki neinu við – fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans,“ segir Meg. „Þessu verður sjónvarpað svo já, það mun fullt af fólki heyra lögin þeirra, en þegar almannatengsl til lengri tíma eru í huga, ég veit ekki hvort það að koma fram á athöfninni muni hafa jákvæð áhrif á neinn, nema sá hinn sami sé þegar dyggur stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar.“ Karl III Bretakonungur Bretland Tónlist Kóngafólk Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Simon Jones, sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi fyrir ýmsa fræga Breta, telur að hægt sé að rekja ástæðuna fyrir þessu til þess hve umdeild konungsfjölskyldan hefur orðið á síðustu árum. „Konungsfjölskyldan hefur gengið í gegnum fjölda skandala að undanförnu. Allir sem koma fram á athöfninni þurfa að hafa í huga hvort það myndi valda bakslagi meðal sinna aðdáenda,“ er haft eftir Jones í umfjöllun Rolling Stone um málið. Tónlistarfólkið telji að það sé ekki í þeirra hag að tengja sig við Karl konung á þessum tíma ferilsins. „Fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans“ Annar fjölmiðlafulltrúi sem rætt er við segir stjörnurnar ekki vera vissar um að þær vilji að nöfn sín séu skrifuð í sögubækurnar í kringum umfjöllun um Karl konung. Fjölmiðlafulltrúinn, sem kölluð er Meg sökum þess að hún vill ekki að fullt nafn sitt sé gefið upp, segir þá að það sé mikill munur á móður Karls og honum sjálfum. „Elísabet II Bretlandsdrottning var glæsileg og heillandi fyrir sumum. Karl bætir ekki neinu við – fólk vill ekki láta tengja sig við arfleifðina hans,“ segir Meg. „Þessu verður sjónvarpað svo já, það mun fullt af fólki heyra lögin þeirra, en þegar almannatengsl til lengri tíma eru í huga, ég veit ekki hvort það að koma fram á athöfninni muni hafa jákvæð áhrif á neinn, nema sá hinn sami sé þegar dyggur stuðningsmaður konungsfjölskyldunnar.“
Karl III Bretakonungur Bretland Tónlist Kóngafólk Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira