„Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 20:23 Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, Eurovision-sérfræðingar og meðlimir í FÁSES. Bylgjan Eurovision-sérfræðingar eru á því að úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins séu alls ekki ráðin. Þau segja öll lögin eiga möguleika á að verða framlag Íslands í Eurovision. Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, meðlimir í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segja að allt geti gerst á laugardaginn þrátt fyrir að Diljá og Langi Seli & Skuggarnir séu líklegust til að vinna keppnina. „Ég held að það geti ennþá allt gerst á laugardaginn. Öll þessi lög eiga möguleika á að vinna,“ segir Ísak í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann bendir þá á að flutningurinn á laugardaginn sé það sem skiptir máli: „Það sem er skemmtilegt líka við þessa keppni er að þetta er sjónvarpsútsending, það er formið á laugardaginn sem gildir. Það eru ekki allir búnir að sjá lögin, einhverjir sem horfðu ekki á forkeppnirnar eru að fara að horfa á úrslitin núna og kjósa í fyrsta skipti.“ Þau segja að úrslitin í ár séu mun jafnari heldur en úrslit síðustu ára. Viðtölin í græna herberginu mikilvæg Laufey segir að búast megi við því að keppendurnir verði öflugri á laugardaginn. Nú séu þeir búnir að prófa sviðið og geti byggt á reynslunni úr undanúrslitunum. „Það er örugglega þannig að einhverjir keppendur eru að fara að bæta í,“ segir hún. „Þannig ég er alveg tilbúin að fylgjast með hvað gerist á laugardeginum og taka í rauninni ákvörðun þá. Svo er líka eitt sem skiptir máli í þessu, það eru viðtölin í græna herberginu. Þau hafa áhrif, við sáum það bara árið 2018 með Ara Ólafs. Hann verður tilfinningasamur í græna herberginu, ótrúlega falleg stund, ég held að það hafi haft áhrif á hans sigurlíkur.“ Hefur trú á öllum íslensku lögunum Ísland keppir á seinni undankeppninni í Eurovision í ár. Íslenska framlagið mun því stíga á svið þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Sama hvað gerist núna á laugardaginn þá er Laufey líka á því að Ísland komist í gegnum undankeppnina í Liverpool. Þjóðirnar sem við keppum við hafi ekki dregið fram skörpustu hnífana úr skúffunum sínum. „Ég held að í rauninni að öll þessi fimm lög sem eru í úrslitunum á laugardaginn gætu komist upp úr okkar riðli. Af því hann er bara ekki sá sterkasti, þetta hefur verið frambærilegri keppni. Sumir segja að það myndi þurfa að fá borgaðan pening fyrir að fara á seinni undankeppnina.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13 Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Veðbankar hallast að Diljá og Langa Sela Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins fara fram næstkomandi laugardagskvöld. Veðbankar eru á sama máli, Diljá og Langi Seli & Skuggarnir eru líklegust til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. 1. mars 2023 15:13
Thomas Lundin telur einungis tvö laganna eiga möguleika að komast á úrslitakvöldið Álit finnska söngvarans og Eurovision-sérfræðingsins Thomas Lundin er að einungis tvö lög af þeim fimm sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag, eigi möguleika að komast upp úr undanúrslitum Eurovision í Liverpool í maí. Hann segir sömuleiðis að það sé hans tilfinning að gæði laganna sem keppa í Söngvakeppninni hafi almennt hrakað síðustu ár. 1. mars 2023 07:01