Ronaldo tók smá tíma til að finna markaskóna á Arabíuskaganum en hefur raðað inn mörkum að undanförnu.
Ronaldo skoraði átta mörk og lagði upp tvö til viðbótar í fjórum leikjum Al Nassr í febrúar.
What a start!
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) February 28, 2023
Debut goal
Two assists
Hat-trick
Super hat-trick
Ronaldo is the player of February in @SPL
In his first month with @AlNassrFC pic.twitter.com/7lQhgwghRb
Fyrsta mark Ronaldo í febrúar var einmitt hans fyrsta fyrir félagið en það kom í hans þriðja leik 3. febrúar síðastliðinn.
Fjórum dögum eftir 38 ára afmælið þá skoraði hann fernu í 4-0 sigri á Al Wehda og eitt af þeim mörkum var hans fimm hundraðasta deildarmark á ferlinum.
17. febrúar lagði Ronaldo upp bæði mörkin í 2-0 sigri á Al-Taawoun og í síðasta leik mánaðarins þá skoraði hann þrennu i 3-0 sigri á Dalmac.
Ronaldo hefur aðeins spilað fimm leiki í deildinni en er engu að síður aðeins fimm mörkum á eftir markahæsta manni deildarinnar sem er Anderson Talisca, liðsfélagi hans hjá Al Nassr, sem hefur skorað þrettán mörk.
Næsti leikur Al Nassr er á móti Al-Bati á föstudaginn.