Örva skilningarvitin með skemmtilegri tilraunamennsku Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. mars 2023 15:01 Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger standa að verkinu Soft Shell. Aðsend Katrín Gunnarsdóttir og Eva Signý Berger mynda listrænt teymi verksins Soft Shell sem er stöðugt verk í vinnslu. Á morgun geta gestir komið og séð afrakstur af vinnustofu sem þær standa fyrir í Gryfjunni, Ásmundarsal. „Þetta er rannsóknarverkefni þar sem við erum að skoða sjónræna skynjun, hljóð og hreyfingar í tengslum við sensory upplifun og hugleiðslu,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um Soft Shell í samtali við blaðamann. Katrín Gunnarsdóttir, dansari og kóreógrafer.Aðsend Framkalla hugleiðsluástand og leika við skilningarvitin Katrín og Eva Signý koma úr ólíkum listrænum bakgrunnum en Katrín er lærður dansari og kóreógrafer, hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða um heiminn. Eva Signý er lærður leikmynda- og búningahönnuður og hefur hannað fyrir fjöldann allan af fjölbreyttum verkum. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin.“ Eva Signý, leikmynda- og búningahönnuður.Aðsend Manngerð náttúra Katrín og Eva Signý sækja innblásturinn meðal annars í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda, til að skoða í samhengi lifandi flutnings. Ásamt því gera þær tilraunir með áferðir og eiginlega efnis þegar það mætir líkama. „Dansararnir Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Ásgeir Helgi Magnússon koma að leika sér í þessari manngerðu náttúru sem við erum að búa til hér í Ásmundarsal,“segir Katrín. Í fréttatilkynningu segir einnig að á vinnustofunni verði nánar skoðað samband þessa tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Saga Kjerulf Sigurðardóttir.Owen Fiene Skemmtileg tilraunamennska „Við höfum ekki gert það áður að opna þetta fyrir áhorfendum. Þetta er nýtt samhengi fyrir okkur, við erum vanar að vinna saman í leikhúsinu en hér fáum við tækifæri til að skoða hlutina á öðruvísi hátt, sem er skemmtileg tilraunamennska fyrir okkur,“ segir Katrín. Verkið Soft Shell er stöðugt í vinnslu og er skemmtileg tilraunamennska að sögn Katrínar.Aðsend Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í samstarfi sínu við Katrínu skoðar Eva Signý hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inn í samhengi myndlistar. Afrakstur af vinnustofunni verður sem áður segir sýndur á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 18:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Dans Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00 Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er rannsóknarverkefni þar sem við erum að skoða sjónræna skynjun, hljóð og hreyfingar í tengslum við sensory upplifun og hugleiðslu,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um Soft Shell í samtali við blaðamann. Katrín Gunnarsdóttir, dansari og kóreógrafer.Aðsend Framkalla hugleiðsluástand og leika við skilningarvitin Katrín og Eva Signý koma úr ólíkum listrænum bakgrunnum en Katrín er lærður dansari og kóreógrafer, hefur samið á annan tug dansverka og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum hérlendis sem og víða um heiminn. Eva Signý er lærður leikmynda- og búningahönnuður og hefur hannað fyrir fjöldann allan af fjölbreyttum verkum. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Soft Shell er verk í vinnslu sem skoðar hvernig sjónræn skynjun, hljóð og hreyfingar geta framkallað hugleiðsluástand og leikið við skilningarvitin.“ Eva Signý, leikmynda- og búningahönnuður.Aðsend Manngerð náttúra Katrín og Eva Signý sækja innblásturinn meðal annars í fagurfræði og inntak sjónrænna ASMR myndbanda, til að skoða í samhengi lifandi flutnings. Ásamt því gera þær tilraunir með áferðir og eiginlega efnis þegar það mætir líkama. „Dansararnir Saga Kjerulf Sigurðardóttir og Ásgeir Helgi Magnússon koma að leika sér í þessari manngerðu náttúru sem við erum að búa til hér í Ásmundarsal,“segir Katrín. Í fréttatilkynningu segir einnig að á vinnustofunni verði nánar skoðað samband þessa tveggja dansara við innsetningu og búninga úr svampteningum, plastefni og textíl, samband þeirra við hvort annað og við áhorfendur. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Saga Kjerulf Sigurðardóttir.Owen Fiene Skemmtileg tilraunamennska „Við höfum ekki gert það áður að opna þetta fyrir áhorfendum. Þetta er nýtt samhengi fyrir okkur, við erum vanar að vinna saman í leikhúsinu en hér fáum við tækifæri til að skoða hlutina á öðruvísi hátt, sem er skemmtileg tilraunamennska fyrir okkur,“ segir Katrín. Verkið Soft Shell er stöðugt í vinnslu og er skemmtileg tilraunamennska að sögn Katrínar.Aðsend Síðustu ár hefur Katrín unnið að því að byggja upp hreyfitungumál og myndmál þar sem mýkt, hlustun, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk. Í samstarfi sínu við Katrínu skoðar Eva Signý hvernig þróa megi hugmyndir frá einu sviðsverki til annars og færa dansinn úr hefðbundnu rými leikhússins og inn í samhengi myndlistar. Afrakstur af vinnustofunni verður sem áður segir sýndur á morgun, fimmtudaginn 2. mars, klukkan 18:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Dans Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00 Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. 23. desember 2022 06:00
Jólapósthús í Ásmundarsal þar sem gestir ferðast aftur í tímann Í Ásmundarsal í Reykjavík hefur verið sett upp Jólapósthús sem vakið hefur mikla lukku á meðal gesta sýningarinnar. 5. desember 2022 14:30
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning