Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. mars 2023 10:57 Ed Sheeran ákvað að byrja upp á nýtt á plötunni sinni eftir röð áfalla. Getty/ Joseph Okpako Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)
Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira