Fótbolti

Íslendingalið Bayern tryggði sér sæti í undanúrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla í leik gegn Wolfsburg.
Glódís Perla í leik gegn Wolfsburg. Silas Stein/Getty Images

Íslendingalið Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu er liðið vann góðan 2-0 útisigur gegn Hoffenheim.

Bayern hefur ekki lent í neinum vandræðum á leið sinni í undanúrslitin. Fyrir leik kvöldsins hafði liðið unnið tvo leiki, 7-0 sigur gegn Ingolstadt og 7-0 sigur gegn Duisburg.

Það var þó ljóst að leikur kvöldsins gegn Hoffenheim yrði erfiðari leikur en hingað til í þýskubikarkeppninni og var staðan enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Maximiliane Rall og Klara Buhl skoruðu þó sitt markið hvor í síðari hálfleik og niðurstaðan varð 2-0 sigur Bayern.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli, kom inn af varamannabekknum í uppbótartíma. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var hins vegar ónotaður varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×